Birtingur - 01.01.1959, Page 53

Birtingur - 01.01.1959, Page 53
tilviljun ofan á ljóðabækurnar, sem Rilke hafði sent föður hans áritaðar jafnóðum og þær komu út, og þar fann hann ljóðlist að sínu skapi. Sumarið 1913 dvaldist Boris Pasternak úti í sveit og orti látlaust. Eftir heimkomuna til Moskvu tók hann að leggja lag sitt við önnur ung skáld og listamenn. Um þessar mundir var öld risanna í rússneskum bók- menntum lokið. Þrem árum áður hafði Boris staðið við hlið föður síns yfir líkbörum hins síðasta þeirra, Leo Tolstojs, á brautarstöðinni Assa- povo, þar sem öldungurinn andaðist einn síns liðs á flótta undan eigin- konu sem honum fannst óþolandi. Skáldin sem á eftir komu hópuðu sig saman í flokka og klíkur, þar sem rígur ríkti á milli og hver um sig þóttist hafa höndlað hið sanna skáldskaparhnoss. Pasternak gekk í ann- an tveggja hópa skálda, sem báðir kölluðu sig fútúiista, en áttu í sí- felldum erjum hvor við annan. En hann var ekki mikill flokksmaður. Eitt sinn var hann með tveim öðrum félögum á kaffihúsi, þess erindis að sitja fyrir einum aðal andstæðingnum, Vladimir Majakovskí og fylgi- fiskum hans, og reka þá á stampinn. Fjandmennirnir komu, en það varð ekki úr neinni sennu. Pasternak féll svo vel við Majakovskí að þeir tóku vinsamlegt tal saman og héldu kunningsskap meðan báðir lifðu. Fyrsta Ijóðabók Pasternaks, Tvíburi í skýjum, kom út 1914 á forlagi höfundar. Nafnið var eftir tízku tímans, um svipað leyti gaf Majakovskí út Skýið á buxum. Nú þykja Pasternak þessi æskuljóð æði ungæðisleg, og þau vöktu ekki rnikla athygli. Sama máli gegnir urn aðra bók hans, Ofar tálmunum, sem kom út 1917. Árin 1914 og 1915 vann Pasternak fyrir sér með heimiliskennslu og þýðingum, sem áttu eftir að veita honum lifibrauð lengst af ævinni. Hann hafði gefið sig fram til herþjónustu 1914, en var dæmdur óhæfur. Síðara árið var hann heimiliskennari hjá Filipp, auðugum kaupmanni af þýzkum ætturn. Eftir einn ósigur rússnesku herjanna fyrir Þjóð- verjum, tók keisarastjórnin þann kost að veita grernju fólksins útrás með því að láta útsendara æsa til árásar á eignir þýzkættaðra manna. Heimili Philipps var illa leikið, og þar missti Pasternak rnikið af hand- ritum og bókum. Árið 1916 heldur Pasternak austur til Úral og tekur að vinna í skrif- stofu efnaverksmiðju, sem framleiddi púður fyrir herinn. Þar er hann kyrr þangað til fregnin berst af febrúarbyltingunni. Jafnskjótt ákveður hann að halda til Moskvu, og kemst þangað á hestasleða ásamt öðrum manm, eftir margra daga akstur yfir snæviþaktar slétturnar. Eins og flest önnur ung skáld í Rússlandi, einkum þó fútúristar, hafði Paster- nak talið sig byltingarmann, en honurn var fjarri skapi að taka virkan þátt í stórtíðindunum, sem voru að gerast allt í kringum hann. Hlut- verk skáldsins var að hans dómi að fylgjast með, lifa atburðina af dýpsta grunni hjartans, og birta síðan þessa reynslu ófalsaða í list Birtingur 51

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.