Birtingur - 01.01.1959, Side 60

Birtingur - 01.01.1959, Side 60
— Ég er fullorðin manneskja. — En það er ég sem gef þér að éta, hélt móðirin áfram. Röddin var grátklökk. Faðirinn snéri sér undan. — Það er ég sem gef þér að éta, og enginn annar, sagði hún aftur. — Þú ættir ekki að vera að minnast á afrek þín á því sviði, sagði Agni- eska — þau eru undir lágmarki. Og get ég svo fengið frið til að lesa? — Agnieska, Agnieska þó, sagði faðirinn, rödd hans var litlaus; jafnvel þegar hann reyndi eins og nú að gera sig strangan, var hann ekki annað en hlægilegur. Hann néri hendurnar og horfði ásakandi á hana. — Hvern- ig geturðu talað svona við hana móður þína? Hana móðui þína, sem hefur fætt þig í heiminn. — Ertu nú viss um að heimurinn sé svo fallegur að ástæða sé til að þakka mikið? spurði Agnieska. Hún skellti bókinni ógnandi og stóð upp. Svo gekk hún að glugganum og stansaði við hlið föður síns. — Bara að ekki hefðu verið þessir fylliraftar. þessar götur og . . . — Og hvað? sagði móðirin ógnandi. — Einfaldlega: að ekki væri til fólk eins og þið. Hún snéri sér að föður sínum. — Ætli Zawadski sé kominn heim? — Nei, sagði faðirinn. Hann stóð álútur og horfði skömmustulega á Agniesku. — Hann er aldrei kominn um þetta leyti; þú veist það vel. — Ég fer fram í eldhús að lesa, sagði Agnieska. Hún tók bækurnar og gekk að dyrunum. Á þröskuldinum stansaði hún. — Mér þykir fyrir því, mamma, stamaði hún með erfiðismunum. — Stundum hrekkur það upp úr mér, en ég sé alltaf eftir því. — Þú verður að gæta þín betur, sagði móðirin og dæsti aftur — ég er viss um að þú ert í slagtogi við einhvern ónytjung í staðinn fyrir að vera heima. — Hún var farin að tala hratt og með þunga: — En ég ætla ekki að gera heimilið hérna að vöggustofu! Ó, guð minn góður, hver hefði látið sér detta það í hug, að . .. ? Agnieska leit þegjandi á hana, svo fór hún. Hún kveikti ljós. Eldhúsið var lítið og þröngt; tvö rúm tóku mikinn hluta þess. í öðru svaf bróðir hennar Grzegorz, í hinu Zawadski, sem var vélvirki á gasstöðinni. Hann var búinn að búa hjá þeim síðan fjörutíu og fimm og var alltaf að bíða eftir því að fá sérherbergi. Hún settist við borðið og opnaði bækurnar. Hún var naumast búin með hálfa síðu þegar faðir hennar kom inn í eldhúsið. Hann stansaði á miðju gólfi, ræskti sig og tvísté. Hún leit útundan sér á hann. — Agnieska, sagði hann. — Hvað er þetta með þig? — Með mig hvað? —Hvað var þetta, sem móðir þín var að tala um? — Það liggur í augum uppi. Ég er mella. Þú getur sagt mömmu það. Var það nokkuð fleira? 58 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.