Birtingur - 01.01.1959, Side 61

Birtingur - 01.01.1959, Side 61
■— Agnieska, sagði faðirinn biðjandi. — Agnieska ... Hann horfði vandræðalega á hana. — Ég er hræddur um, að þetta endi illa með Grze- gorz. Hann sló höndunum út frá sér í ráðleysi: Hvers vegna getum við ekki skilið hvort annað? — Við skiljum hvort annað mætavel, sagði Agnieska. — Mamma er heilsulaus aumingi, íbúðin er of lítil og launin þín of lág. Við verðum að lepja dauðann úr skel, en að ári er ég búin með námið og þá get ég farið að verða að liði. En nú ættirðu að fara aftur inn, því annars heldur mamma að við séum að fara á bak við sig. En hann sat hreyíingarlaus. Hann spennti greipar um hné sér og horfði á hana hugsi. Svo rétti hann úr sér. — Ég er að verða gamall, sagði hann. — Stundum er ég' svo ósegjanlega þreyttur. Móðir þín er sílasin, Grzegorz drekkur, þú ert svo undarleg ... Hann brosti hikandi til hennar. — Mig langar til að vita hvað að þér gengur, sagði hann — kanske get ég hjálpað þér eitthvað? — Hvernig getur maður í raun og veru hjálpað öðrum? sagði hún. Hún kastaði miklu, brúnu hárinu frá enni sér og þagði. Hún sá, að hann horfði svo fast á hana að honum vöknaði um augu. — Það verður hver að sjá um sig sem best hann getur, sagði hún. — Hvað getur maður annað gert? Hann andvarpaði. — Ég ætla í veiðitúr á sunnudaginn, sagði hann. — Ég þarf að hvíla mig, og hér er það ekki hægt. Ég er búinn að útvega öngla en mig vantar línuna, og það er erfitt að fá línu nú sem stendur. Kanske ég ætti að fara til Piaseczno? Eða alla leið upp í Wolomin eins og ég gerði oft í fyrra? Þar voru nokkrir góðir hyljir. Hann dæsti aftur. — Það er bara svo langt til sunnudags. — Þrír dagar, sagði hún. — Er það nokkuð til að hafa orð á? — Þrír dagar, át hann upp. Svo brosti hann. — Guð minn góður, þrír dagar. Þú hefur ekki hugboð um hvað margt getur bxæyst á þrem dög- um. Það er óhugnanlega langur tími. — Hvað eru þrír dagar úr heilli mannsævi? — Mikið. Maður gæti glatað öllu á þrem dögum. — Ekki hef ég trú á því. En nóg um það. Þú ættir nú að hlýða mér og fara inn til mömmu. Hann stóð upp. — Hvoi’t finnst þér ég ætti heldur að fara, Agnieska? Til Piaseczno eða Wolomin? Hann horfði eftii’væntingai’fullur á hana. — Endilega til Wolomin, sagði hún. — Ég lxeld þá ég geri það, muldraði hann. — Þakka þér fyrir. Hann fór. Það var heitt. Agnieska opnaði gluggann. Eftir regnið var loftið hreint eins og andardráttur barns. Boi-gin var ekki sofnuð. Margir gluggar stóðu opnir og út um flesta þeirra mátti heyra nefmæltan þulinn segja: „Með réttlátu stolti geturn við sagt, að við höfum sigrast á hinni Birtingur 59

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.