Birtingur - 01.01.1959, Síða 66

Birtingur - 01.01.1959, Síða 66
Svo gekk hún út á götuna. Það var orðið aldimmt. Borgin sveif ómerkjan- lega inn í svefninn vafin björtu skini stjarnanna. III — Já, hann er, sagði dyravörðurinn og brosti til Agniesku. I miðjan tanngarðinn var stórt skarð, sem gerði hann prakkaralega kærulausan á svipinn. — Hann situr við barinn. Getið þér troðizt? Það er pakkað í dag . .. Hann fór að dyrunum því hávær mannsöfnuður reyndi að þrengja sér inn. Agnieska fór inn í salinn. Þar var hálfrökkur og óloft: perurnar hengu eins og stjörnur neðan í lágu loftinu. Þegar hún kom að dansgólfinu varð hún að stansa. Dansfólkinu var þrengt saman á nokkurra fermetra spildu þar sem það trampaði hvað um annars tær og rakst á aflátslaust, baðst afsökunar og hneigði sig kurteislega hvað fyrir öðru. Stúlkurnar, sem allar voru eins klæddar og önguðu af sama ódýra ilmvatninu, hvíldu höfuð á öxl dansherranna, loftið var reykmettað, hrokkinhærður söngvari emjaði værninn söng um skilnaðarstundina. Þjónn sagði við Agniesku: — Gjöra svo vel og færa yður; þér eruð fyrir . . . Tvö augu horfðu beint í andlit henni. Það var ungur maður, dökkhærður og glæsilegur, hárið gljáði af briljantíni og með gull í tönn. — Æjá, sagði hann þunglyndis- lega. — Alltaf er það svona . . . Það var vínlykt af honurn. Svo var hann horfinn. Briljantínlyktin var svo megn að hún hékk eins og þráður, auð- fundin jafnvel í reykþrungnu loftinu. Feitur saxófónleikari með þrútið drykkjumannsandlit, sem er svo algengt meðal hljómlistarmanna, sem hafa spilað árum saman á næturklúbbum, reyndi árangurslaust að líkja eftir tilburðum ameiískra einleikara. Drukkin stúlka hló tryllt og þrýsti hendinni að öxl vinar síns, höndin var þykk eins og bægsli og hvít, með mjúkum, holdugum fingrum. Agnieska brosti með fyrirlitningu. Skyndi- lega hætti dansinn og tugir fólks með svitastorkin andlit gengu hjá henni til sæta sinna. Drukkinn maður varð eftir á dansgólfinu og hrópaði: „Meira!“ Tvær stúlkur drógu hann með sér að borðinu. Ljósin kviknuðu, hljómsveitarmennirnir þurrkuðu svitann af enninu og lögðu frá sér hljóð- færin. — Þér eruð eins og Mona Lísa, fröken, heyrðist sagt bakvið Agniesku. — Mæðusvipurinn skyldi þó ekki vera af því að þér eigið ekki, frekar en hún, svona dásamlegt, lítið armbandsúr merkt „Tissot“? Kanske við ættum að tala dálítið um það ... ? Hún hélt áfram í áttina að barnum. Þrengslin voru óskapleg: það var hrópað, sungið og skammast; menn drukku dús, kysstust og tókust í hendur. Innan við barborðið áttu tveir þjónar annríkt. Annar var lág- vaxinn og horaður með síkvikt, glaðlegt andlit, hinn var hávaxinn og 64 Birtingur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.