Birtingur - 01.01.1959, Qupperneq 67

Birtingur - 01.01.1959, Qupperneq 67
svipur hans bar vott um óbifanlega ró. Hann meðhcndlaði glösin af stökustu alvöru. Hann afgreiddi viðskiptavinina eins og læknir undirbýr skurðaðgerð, sannfærður um að hún muni takast eftir áætlun. Yfirleitt tók hann ekki tillit til æðishrópa hinna drukknu en vann eftir sínum eigin hárnákvæmu fyrirætlunum. Loks tókst henni að troðast til Grzegorz. Hann sat við barendann, þar sem nikkelinn endaði í mjúkum boga, og horfði þögull fram fyrir sig votum augum. Það var sterkur svipur með systkinunum: hann var hávaxinn eins og hún, háraliturinn óákveðinn, hvorki dökkur né ljós, augun skiptu lit eftir veðrinu frá himinbláu til dimmgræns. Breiðleitt andlitið var þrútið og djúpar hrukkur 'dregnar niður af munnvikjunum. Hann sat með hönd undir kinn. Agnieska ýtti við honum. Hann hrökk við. — Kom hún? spurði hann. Hún hristi höfuðið. — Nei, sagði hún — þú ert búinn að drekka of mikið, Grzegorz. Hann horfði á hana eins og dauðan hlut. — Það er ekki fyrir það brennt, að þú hafir á réttu að standa, sagði hann. Hann tók til sín vatnsglas: — En hvaða ályktun dregurðu af því? — Mig langar að drekka með þér nokkur glös, sagði hún. — En ég vil ekki sitja uppi með lík eins og í fyriadag. Hefurðu efni á að gefa einn umgang ? — Ekki veit ég hvort ég hef það. En ég geri það, sagði hann. Hann laut í áttina til barþjónsins. — Eitt glas hérna, hvíslaði hann í trúnaðartóni. Svo tók hann glasið sitt og skálaði við Agniesku. Þau drukku út. Hann horfði á hana blindum augum. — Svo hún kom þá ekki, sagði hann. Röddin hljómaði ódrukkin og Agnieska skildi, að Grzegorz hafði mis- tekist að drekka frá sér ráð og rænu. — Nei, sagði hún. — Hún kom ekki. Það lék bros um varir hans. — Ég vissi það alltaf, sagði hann — þú furðar þig líklega oft á því hvers vegna í andskotanum ég er að spyrja? — Jú, sagði hún. — En hún kom semsagt ekki. Hann hristi höfuðið. Brosleiti þjónninn spurði: — Aftur í glösin? Á ég að skipta um glös? — Hann skenkti eldsnöggt án þess að bíða svars og var horfinn bakvið flöskurnar sínar. Hljómsveitin byrjaði aftur. Menn risu upp af háum stólunum og tróðust í áttina að dansgólfinu. — Ég vissi, að hún mundi ekki koma, sagði Grzegorz. — Það versta eru næturnar, Agnieska. Ég loka augunum og sé hana fyrir mér: hún réttir hendurnar í áttina til mín og segir eitthvað, sem ég heyri ekki og get ekki skilið. Ég hef það á tilfinningunni, að hún liggi líka eins og ég og horfi út í myrkrið og hugsi til mín eins og ég hugsa til hennar. Og Birtingur 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.