Birtingur - 01.01.1959, Page 70

Birtingur - 01.01.1959, Page 70
Hann skellti uppúr og hrukkurnar kringum augun urðu hvítar. — Nei, nei, sagði hann. — Sá sem skrifar um ástina gerir sig að fífli, sama hvað hann skrifar. Allar heimsins ástarbókmenntir til þessa dags eru ekki annað en stór skítahraukur. Drottinn minn dýri: hvað á þetta skylt við ást? Allt sem um hana hefur verið skrifað er eins og málm- gljái borinn saman við sólina. Kanske að Dostojevskí einn hafi verið svolítið sannur, en maður kippir líka að sér höndum eins og frá glóandi járni, þegar hann fer að skrifa um ástina. Það er ekki fyrir nútímafólk. Hann laut að Agniesku og tók um hönd hennar. — Hlustaðu á, sagði hann. — Það er eitthvað alveg nýtt: sumsé sagan um tvær manneskjur. Við skulum ekki nefna þær með nafni eða búa til handa þeim önnur nöfn ... Hann var orðinn drukkinn og tungan drafaði; andardráttur hans var heitur. Hann sagði: Þetta er semsagt eitthvað gjörsamlega nýtt: sagan um tvær manneskjur, sem finnast á röngu augnabliki í lífinu. Ég er bara ekki vel búinn að gera mér grein fyrir, hvef þau eru; ég þarf að gera mér grein fyrir þeim, skilurðu? Hann verður venjulegur, ósköp venju- legur; hún kanske líka, ég veit það annars ekki ... Við skulum segja að hann drekki of mikið, kanske er hann líka slæmur félagi? Hvað ætti hann svosem að gera á þessum tímum annað en að drekka og svíkja? 1 Póllandi er drykkjumaður meðhöndlaður eftir sérstökum reglum; drykkjuskapurinn er orðinn eins konar nýtt siðgæði. Þegar einhver er drykkfelldur, eru allir sannfærðir um, að það sé vegna þess, að eitthvað ami að honum. Nú, en nóg um það, nú sný ég mér aftur að efninu ... Og hún? Fjandinn má vita hvernig hún á að vera. Hún verður að hafa gengið í gegnum margt; já, hún verður að hafa reynt sitt af hverju, ekki laus við þunglyndi eða beiskju. Þegar þau svo fara að dragast hvort að öðru, þora þau ekki að trúa, að það sé neitt raunverulega dýrmætt að þessu sinni. Náunginn drekkur frá sér ráð og rænu til að bæla þetta niður með sér sem allra fyrst; hann er hræddur við þjáninguna og allt það. Og hún flýr líka frá því öllu sarnan; svo við segjum hvern hlut eins og hann er: mannskepnan er ekki upp á marga fiska; hann fer á fyllirí, slæst, öllu á botninn hvolft á hann hálf misheppnað líf að baki. En samt — það e r eitthvað sem þau finna, það e r eitthvað; einhvers staðar djúpt undir þessu öllu hlýtur að búa eitthvað dýrmætt, eitthvað gott og bíða þeirra, og þau einsetja sér að grafa eftir því, umfram allt að klóra sig í gegn. Jörðin er ljót, tilveran dálítið, skoplegt helvíti, en einhvers staðar langt undir því brennur hið hvítglóandi járn. Og þau fara að snúa sér að þessu. Þúsund sinnum á dag, þúsund sinnum á klukku- stund hrynur allt saman; en eftir hvert þúsundasta skipti byrja þau frá byrjun. Kanske hefði allt farið vel — hver getur sagt um það — ef fólk hefði ekki byrjað að hjálpa til. Hann rétti snöggt úr sér og ýtti hendi Agniesku frá sér. — Fólk, sagði 68 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.