Birtingur - 01.01.1959, Qupperneq 71

Birtingur - 01.01.1959, Qupperneq 71
hann. — Helvítis heimskar manneskjur, sem aldrei fá nóg af sínu eigin helvíti og þröngva sér inn í annarra víti. Það tekur til að káfa á öllu með sveittum lúkunum, að hvísla, skipuleggja, hjálpa, draga sig í hlé og gefa upplýsingar um hinn aðilann: „Veistu, segir það við hann — að hún hefur búið með þessum og þessum?“ ,,Veistu, segir það við hana — að fjörutíu og sjö myrti hann stöðvarstjórann, gjaldkerann og kyndarann í Mysliborz?“ „Veistu, að hún þetta og hann hitt?“ Það neyðir upp á þau nærveru sinni, lýgur, spýr út illgjörnu slúðri og einn góðan veðurdag veit maður ekki lengur haus eða sporð á hvað er satt og hvað logið, hvað er slúður og hvað raunveruleiki, hver er vinur og hver óvinur, hver er félagi og hver fífl. Það verður einfaldlega ekki botnað í þessu. Og þau ákveða að skilja . . . Hann þagnaði. Kjálkavöðvarnir skulfu. Á þessari stund var hann aumkun- arverður. Brosleiti þjónninn spurði: — Eitt glas enn? Hann kinkaði kolli, þreif glasið og tæmdi það í einum teyg. Agnieska spurði: Endar það svona? — Ekki að tala um, sagði hann án þess að líta á hana — það væri alltof fágætt, og fólk vill þó skilja hvað annað niður í kjölinn. En ég veit ekki hvernig framhaldið verður. Endar? Jú, auðvitað er það búið, en fyrst verður eitthvað að gerast . . . Eitthvað óheyrilega hversdagslegt. Þetta þarf alls ekki að verða góð bók. Því í andskotanum ætti hún endilega að vera góð? Það skrifar hvort eð er enginn bók um ástina eins og hún er; hver veigrar sér ekki við að afhjúpa þannig sjálfan sig, það er alltof hræðilegt, alltof hlægilegt . .. En hvað svo? Nú verður að gerast eitt- hvað hversdagslegt, eitthvað viðbjóðslega hversdagslegt. Kanske veikindi. Tunglskin, vatn? Það er þó til eitthvað svoleiðis. Geturðu ekki reynt að láta þér detta eitthvað í hug? Járnbrautarslys, ófarir, dauða? Dauði, kanske dauðinn? öllu á botninn hvolft er hann það hversdagslegasta af því öllu. En hvernig dauða, Agnieska? Eitrað maurbit? Múrsteinn hrynur úr byggingu? ... Sjálfsmorð kanske? En hvort þeirra? Hann eða hún? Nei, auðvitað hann, að sjálfsögðu er það hann. Þrátt fyrir allt elska kon- ur lífið heitar en karlmenn. Nei, nú hef ég það. Hann andaði langt frá sér. Hárið klístraðist við enni hans; hann strauk það aftur. Andlitið var svitastorkið, augun þrútin og smá. — Drepur hann sig? sagði Agnieska. — Búið? Hann hugsaði sig um andartak. — Nei, sagði hann. — Þrátt fyrir allt getur það ekki endað á því. Ekki í þetta sinn. Við erum ekki hálfnuð; það er margt eftir enn. Sjálfsmorðið misheppnast, Agnieska. í þessari sögu er ekkert sem tekst. Og á eftir er það enn verra því það kemur í ljós, að það sem við óttumst og það sem heldur okkur í spennitreyjunni hér á jörðu er í raun og veru ekki Birtingur 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.