Birtingur - 01.01.1959, Qupperneq 72

Birtingur - 01.01.1959, Qupperneq 72
annað en smámunir. Þau skilja. Búið. Punktum. Kanske reyna þau að lifa skynsamlega, kanske ekki, það má guð vita. En þarna verður hún að enda; það er nóg komið af vitleysunni! Semsagt: þau skilja. Ham- ingjuleitin er á enda. Hún er alltaf tilgangslaus en þó þess verð að lífinu sé fórnað fyrir hana. Þetta eru ekki mín orð heldur Stendahls. ómaksins verð eða ekki? spurði hann barþjóninn. — Ómaksins verð, svaraði barþjónninn. — Nei, alls ekki, sagði Grzegorz — en skítt með það. Vilduð þér gjöra svo vei og láta okkur hafa tvo vodka. — Hún mundi aldrei geta fyrirgefið þér þetta, sagði Agnieska. — Hvað? — Þetta sem þú varst að segja rétt áðan. — Hún kemur hvort eð er ekki. — Langar þig til að eyðileggja allt? — Já, sagði Grzegorz. — Ég vil ekkert muna. Það er dónaskapur að ætl- ast til þess að fólk minnist sinna helgustu stunda. Minningarnar: þær eru óþverri. — Hvað á bókin að heita? — Það er ekki gott að segja, svaraði hann hikandi. Hún verður hvort eð er ekki til nema í ímyndun minni. Ég er efnafræðingur, djöfullinn hafi það. Og nafnið? Eitthvað um þögn, eitthvað um það að halda sér saman um annarra málefni. Ja, hvað finnst þér? Fólkið smátínist út. Brosleiti þjónninn keppist við að fægja nikkelinn með stórum klút. Expressovélin var þögnuð, hljómsveitin löngu hætt. Einn gestanna svaf fram á hendur sér. Félagarnir ýttu við honum og endui’- tóku í sífellu: — Bolek, stattu upp . . . Bolek, strammaðu þig af .. . Bolek, láttu nú ekki eins og fífl! — Nú erum við að loka, sagði brosleiti þjónninn. — Við sjáumst aftur á morgun. Grzegorz borgaði og þau fóru út. Kaldur gustur fór um strætin. Grzegorz hallaði sér að Agniesku og tók hönd hennar; hönd hans var sveitt og heit, — Kemur hún? — Elskendurnir hafa fundist um seinan, sagði Agnieska. Hún geispaði syfjulega. Grzegorz hló. — Agnieska, sagði hann og sleppti hendi hennar. — Þú skalt ekki taka þetta alvarlega, sem ég var að segja. Ég er ekki nema nokkrum árum eldri en þú en það get ég sagt þér, að enn hef ég ekki rekist á mann- eskjur, sem hafa fundist á réttu augnabliki í lífinu. Þvílíkt augnablik er nefnilega ekki til í lífi manns og getur aldrei orðið. Það er eins og það 70 Birtingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.