Birtingur - 01.01.1959, Side 78

Birtingur - 01.01.1959, Side 78
því svo fyrir, að ég var hér? Var þetta gagnvart mér einum eða var ég settur í samband við einhvern annan? Ég hataði hann svo mér lá við köfnun. Og eftir dálítinn tíma var það svo einhver annar, sem ég heit- aðist við í huganum. Og enn reyndi ég að grufla upp hvar ég hefði hitt hann, hvernig hann liti út, um hvað við hefðum talað þá og hvað hann hefði sagt við mig. — Hugsaðu ekki meir um það, sagði Agnieska — ekki tala um það. Hugs- aðu um hvernig það verður á morgun. Við verðum tvö ein. Þú kemur til mín og ég tek þig í fangið og þá hættirðu að hugsa um þetta. Þú hugsar hvorki um herbergið né fangelsið né yfirleitt neitt af því, sem þér er illa við. Ekkert skiptir neinu máli nema við tvö og sá stutti tími, sem við eigum til morguns. Er það ekki? — Jú, Agnieska. En hver getur það hafa verið? Kemst ég aldrei að því? — Vonaðu, að þú komist aldrei að því. Hvað kemur hann þér við? Ætl- arðu að hefna þín? — Nei, nei .. . Mig langar bara að sjá hann, þó ekki væri nema andar- tak. Bara að horfa framan í hann augnablik. Ekki annað. Ég held það mundi skýra margt í mínu eigin lífi, ef ég fengi að sjá hann. Kanske meir að segja allt. Stundum finnst mér það. Og ég vildi gefa allt til þess. — Mig líka? — Já, þig líka. — Þá er það gott, að þú færð aldrei að sjá hann. En nú verðum við að fara. — Strax? — Ég verð að lesa eitthvað. — Agnieska. — Hvað er það, elskan? — Ef ég hefði þig ekki, mundi ég ekki kæra mig um að lifa. Þú ert það eina, sem ég stóla á. Þú og ekki annað. Mér finnst ég hafa fullan rétt til að hugsa svona. Ef þú værir ekki, mundi ég gera allt til að fara í hund- ana, svo mér þætti aldrei framar vænt um neinn, treysti aldrei neinum og hætti að finna til. Án þín er lífið hérna megin við rimlana engu meira virði en hinumegin. Skilurðu það? — Já, en hættu nú að hugsa um það. Hugsaðu um morgundaginn. — Gott. — Lofaðu mér, lofaðu því að hugsa bara um morgundaginn, að láta þér ekki einu sinni detta hitt í hug. Lofarðu því? — Já. — Viltu fylgja mér heim? i — Spyrðu að því? Þau risu á fætur og héldu í átt til sporvagnsstæðisins. Skógurinn var 76 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.