Birtingur - 01.01.1959, Page 81

Birtingur - 01.01.1959, Page 81
— Skrúbbinn. Hún er ekki mikið fyrir það. — Auðvitað ekki með þér. Með nágrannanum, eða hvað? — Hugsa sér ef hún vildi lofa mér — — Lofa þér að þefa? — Lofa þér að halda á sér? — Þú getur beðið mömmu þína að láta þig fá . .. — Orðaðu það við hana; kanske er hún svolítið góð við þig! — Hún getur ekki neitað nokkrum manni! — Hjartagóð er hún. — Það var af svona góðgæti, sem Michalowski fékk heila klabbið. — Sýfilis líka ? — Og lekanda? — Hreyfðu þig ekki, hvíslaði Agnieska — hreyfðu þig ekki ... — Svona kroppur er hreinasti fjársjóður. — Og svona fætur eru ekki á hverju strái. — Hvað heitirðu, barnið mitt? — Spermesíta. — Er hún ekki löguleg? — Og varirnar — maður gæti týnst í þeim. — Ég skyldi juða alla nóttina. — Della og vitleysa. — Ég þekki hana. Halló, litla mín! Manstu nóttina í Zakopane? — Var það þá, sem úrið þitt hvarf? — Yndisleg stúlka! — Hvaða ánægju hefur maður af því? — Láttu ekki hugfallast! Maður gerir bara eins og spörfuglinn, sem fyljaði merina. — Reistu hausinn. — Hausinn get ég sko vel reist. En það er verra að fá hinn til að rísa! — Lestu bara yfir honum þrjár Avemaríur, þá ... — Hvað þá? — Þá geturðu að minnsta kosti fengið þér eina skák. — Er það hann, sem ætlar að fylja hana, þessi sláni? — Það er bara hann gagni henni, svona rindill. — Spurðu hann! — Ungi maður, hvernig farið þér að því? — Á ég að lána yður rninn? Það var hneppt upp tölu. — Það skaltu ekki gera. Einu sinni lánaði ég kunningja mínum minn í brúðkaupið hans og sjáðu hverju hann skilaði. — Ég sé ekki svo mikið sem vörtu! — Einmitt! Birtingur 79

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.