Birtingur - 01.01.1959, Page 82
— Spuiðana hvað hún taki.
— Hvað áttu mikið?
— Tuttugu zloty.
— Veistu hvað þú getur fengið fyrir tuttugu zloty?
— Að þvo mér um hendurnar úr vellyktandisápu.
— Og hristann svo! — Nei, heldur vil ég deyja fyrir hendi föður míns
en hitt, sem er verra en dauðinn!
— Hæ, Czepkowski, hvað heldurðu bindi þau saman?
— Sextán og hálfur sentímeter!
Þau náðu inn í undirganginn. Þar var dimmt og þau urðu fegin myrkr-
inu. Hávaðinn frá götunni dofnaði og þau heyrðu ekki annað en reglu-
bundinn andardrátt sinn. Agnieska hallaði sér þétt upp að veggnum.
Andlit hennar var eins og hvít skella í vegginn; hann sá að augu hennar
glóðu. Hlandlykt blandaðist lykt af stórþvotti frá einni af' efstu hæðunum.
Stór bíll fór skröltandi hjá, kettir breimuðu. Pietrek sagði rámur:
— Það hefur ekkert gerst, alls ekkert. Það hefur ekki verið annað en
skógurinn og svo dagurinn á morgun framundan. Heyrirðu það?
Hann ætlaði að taka um hönd hennar en hún sleit sig af honum. Hún
stóð þögul og hann heyrði ekki annað en öran andardrátt hennar. Út-
varpið glumdi hjá húsverðinum: „Silfurstíginn ég geng, milli garð-
anna .. .“ 1 miðju lagi hætti það skyndilega með smelli; og ekkert rauf
þögnina nema breim kattanna.
— Það hefur ekkert gerst, endurtók Pietrek. — Um þetta leyti á morgun
erum við saman, strax á morgun um þetta leyti.
Hann rétti höndina í átt til hennar. Um leið sló hún hann með krepptum
hnefa í andlitið; hann snéri sér undan, hrasaði um kassa sem var á
jörðinni og féll. Höfuð hans skall í steinsteypuna.
— Farðu! öskraði hún — farðu, farðu!
Hún hljóp upp stigann án þess að líta við og tók þrjár tröppur í skrefi.
Þorgeir Þorgeirsson íslenzkaði.
80 Birtingur