Birtingur - 01.01.1959, Qupperneq 85

Birtingur - 01.01.1959, Qupperneq 85
þá sýningu. Þetta var C a 1 i g u 1 a cftir Camus, eitt af mögnuðustu leik- ritum sem hafa verið samin í seinni tíð, mér þykir það ásamt Hinum Framandi Manni það bezta sem Camus hefur skrifað, þessi tvö verk taka langt fram Plágunni, sem þó hefur orðið frægari. Það er geysimikil spenna í Caligula og ofsi sem Anders Ek túlkaði þannig að hann heillaði og skelfdi áhorfendur sína og náði svc sterkum tökum á þeirn að upp frá því var honum tryggður sess lcornungum meðal afreks- manna í sænsku leiklistarlífi. Hann fór um sviðið eins og ómótstæðilegur náttúrukraftur segja þeir sem sáu. Anders Ek sagði mér frá því hversu sterk áhrif þetta leikrit Camus hafði á hina ungu kynslóð sem var að vaxa upp á árunum eftir lok heims- styrjaldarinnar síðari í Svíþjóð. Hann nefndi til samanburðar leikrit John Osborne: Horfðu reiður um öxl, og áhrif þess á þá kynslóð sem nú vex úr grasi. Hann sagði að hið napra háð og leiftursnögg og nístandi ádeila og foraktin sem Caligula slöngvar yfir lingeðja og lítilmótlega tækifæris- sinna og mjúkmál sníkjudýr sem eru að snudda utan í valdinu sleikjandi upp það sem hrýtur af borðum þaðan, þau orð hans studd athöfnum samkvæmt ofstækisfullri rökvísi orkuðu á hina ungu, segir Anders: eins og „brennisteinssýra“ sem er þeytt með ofsalegu afli fiaman í geðleysið ragmennskuna og falsið. „Þetta: að neita öllum samningum, neita allri tillitssemi þegar sakirnar eru gerðar upp við vanahugsun, það gengur eins og ósigrandi stormhvinur um allan leikinn, og það reif okkur með sér frá upphafi,“ sagði Anders þegar við töluðum um þennan leik. Ég sá þetta leikrit í Ósló í fyrravor og þótti sérstaklega forvitnilegt að heyra einmitt Anders ræða um það. Þetta var ferskt og nýtt fyrir okkur ungu mennina þá, segir hann. Um það leyti vorum við að kynnast existensialismanum og þeim skyldu við- horfum sem Caligula er byggt á, — að vísu hefur Camus sjálfur gagn- rýnt þau viðhorf í ýmsum ritum, og lokaniðurstaða lians í þessu leikriti snýst líka á móti þeim, enda lætur Camus eina persónu leiksins segja að vegna þess að hann vilji lifa og vera hamingjusamur hljóti hann að berjast gegn Caligula, enda þótt hann finni bærast í djúpi sínu svipaðar hneigðir eins og þær sem leiða Caligula til framferðis hans og þenkimáta, kannski einmitt vegna þess að hann finnur þau öfl í sjálfum sér og glímir við þau innra með sér. Ég held, segir þessi persóna. leiksins Cherea, að maður geti ekki fylgt slíkum hugsunum sínum eftir í framkvæmd. Og að leikslokum kemst Caligula að því að hugsun hans var röng og hann hlýtur sjálfur að deyja. Anders Ek segir að leikritið um Caligula sé sagan af sjálfsmorði yfir- burðamanns sem hefur skyndilega umturnast af því að sjá fyrir sér fánýti lífsins og meiningarleysi. Leikurinn hefst við sinnishvörf Caligula. Hann Birtingur 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.