Birtingur - 01.01.1959, Side 86

Birtingur - 01.01.1959, Side 86
hefur orðið fyrir áfaili, systir hans og ástkona var myrt, áður naut Cali- gula dálætis. En nú hefur hann reikað nokkur dægur einn um auðnir og þegar hann kemur aftur er hann sem annar maður. Upp frá því þykist Caligula vilja haga sér samkvæmt lögmálum tilverunnar sem sé grimm og duttlungafull og meiningarlaus, og rökvíslega þykist hann ætla að reyna að breyta samkvæmt því. Og svo tekur hann að saxa niður fólkið allt í kringum sig á þeim forsendum að hann sé að kenna fólkinu að samræma hugsun og athafnir, að hugsunin sjálf sé raunar athöfn og henni fylgi ábyrgð. Og vitandi leggur hann vopnin í hendurnar á þeim sem taka hann sjálfan af lífi. Hvað tók síðan við þegar þú hafðir leikið Caligula? spurði ég Anders. Hann sagði mér að hann hefði fundið að sér væri ekki fært lengra í þá átt heldur hefði hann orðið að endurskoða leiktækni sína og leita að nýjum aðferðum og stíl. Margir hefðu nú freistast til að njóta sigurlaunanna eftir slíkt afrek, sem öllum ber saman um að leikur Anders hafi verið í hlutverki Caligula. En þá tók við strangur skóli þar sem hann endurskoðaði alla skapaða hluti og leitaði sem víðast að nýjum aðferðum og sannleika í list sinni. Á þeim tíma kynnti hann sér allskonar greinar sem teljast ekki beinlínis til leiklistar eins og t. d. tækni trúðanna í fjölleikahúsunum og segist hafa haft mikið gagn af því enda hefur hann náð sérstaklega miklum árangri í hlutverkum trúða svo sem í leikritinu Farmor och Vor- herre eftir Hjalmar Bergman og kvikmyndinni Gyclornas Afton eftir Ingmar Bergman. Um tíma var hann í París og kynnti sér ítarlega ýmiskonar leiklistarskóla þar, allt frá hinum stranga stíl Comédie Frangaise sem er rígbundinn gamalli hefð til tilraunaraðferða og listar Jean Louis Barrault, einnig Copeau-skólann og leikhús Louis Jouvet. En mest vill hann þakka kynnum sínum við Etienne Decroux. En Stanislavsky? skýt ég inn í. Jú jú jú, auðvitað, en það var áður sem hann hafði úrslitaáhrif á starfsaðferðir mínar. Lengi vann ég samkvæmt aðferðum sem Stanislav- sky mótaði. Seinna hef ég notið góðs af hugmyndum annarra sem eru sumpart á öndverðum meiði við Stanislavsky. Við nefndum áðan Decroux í París. Síðan hafði ég mikið upp úr kynnum mínum við Brecht og leik- hús hans. Anders Ek æfir reglulega klassískan ballett. Hann lagði líka áherzlu á það að leikari þurfi að þjálfa sig með margvíslegu móti fyrir utan hina eiginlegu leikþjálfun, hann verði að stunda ýmsar greinar til að styrkja sig bæði líkamlega og andlega og með kerfisbundinni vinnu verði hann að eyða lýtum sem eru á framgöngu hans og hreyfingum. Það er eins og með íþróttamennina, maður þarf að þjálfa sig í öðru en sinni sérgrein. 84 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.