Birtingur - 01.01.1959, Síða 87

Birtingur - 01.01.1959, Síða 87
Þarf ekki hnefaleikamaðurinn að vera sippandi og hlaupandi og hoppandi og skoppandi fyrir hverja keppni, já þetta liggur nú í augum uppi. Einna mikilvægast fyrir leikarann er að gera sér grein fyrir því hvað form er og skilja út í æsar hvað hann er að gera og hvernig hann á að fara að því, án hreinleika í stíl og formi nær hann aldrei að hefja árangur af starfi sínu upp í listrænt veldi. Alla hluti þarf leikarinn að kanna, og hann verður að þekkja á sinn eigin líkama út í æsar, og hafa vald á smæstu atriðum í sambandi við hreyfingar sínar. Til að geta gengið rétt á sviðinu þarf hann að gera sér grein fyrir hvað felst í því að ganga. Menningin hefur borið okkur langt frá hinu upprunalega í náttúrunni. Við sem sitjum á pyntingartækjum eins og stólum sem eru ekki sniðnir eftir líkamsbyggingunni, þurfum sérstaka þjálfun til að geta túlkað á sviðinu frumstætt fólk sem situr á hækjum sér eða liggur á mörkinni í stað þess að sökkva sér í fjaðradýnur, leikarinn þarf þess vegna að þjálfa sig frá rótum svo að hann geti ef þörf krefur túlkað persónur sem hreyfa sig með öðru móti heldur en nútímamönnum í siðmenningarþétt- býli er tamt. Og öll tizkumynztur verður hann að hreinsa úr fasi sínu og kosta að brjóta niður allskonar persónulegar hindranir sem hann er háð- ur. Söngþjálfun og dansþjálfun þarf hann auðvitað. Ég spurði Anders um undirbúningsvinnuna við hvert hlutverk. Hann tal- aði um hvernig maður leitar að kjarna hlutverksins og verður að þreifa fyrir sér í ýmsar áttir, prófa hitt og þetta, mörgu verður að varpa fyrir borð en smám saman finnur maður einskonar möndul hlutverksins til þess að byggja utan um. Maður leitar lyndiseinkenna persónunnar annars- vegar og hinsvegar að stöðu hennar og þýðingu í heildarmynd verksins frá höfundarins hendi og þegar maður sér fyrir sér mynztur leiksins, stundum eftir mikið erfiði og leit þá fer maður að hafa ánægju af hlut- verkinu. Annars er leikarinn aldrei búinn að leysa til fulls hlutverk sitt. Anders Ek sagði mér að sterka hlið sænska leikhússins væri hversu fína og fágaða hefð það ætti í flutningi höfunda eins og Strindberg, Ibsen, O’Neill og Tsékoff, — og Svíar ættu góða leikstjóra. Við töluðum um Ingmar Bergman en Anders hefur leikið í kvikmyndum hans og líka á leiksviði undir stjórn Bergmans. Hann sagði að það væri stórfenglegt ævintýri að vinna með Ingmar Bergman, hann væri einstæður maður og genial listamaður. Margt sagði Anders Ek mér af Brecht sem hann hefur miklar mætur á. Um tíma var hann í Berlín hjá Brecht við leikhús hans Berliner Ensem- ble. Brecht er á móti þeirri kenningu Stanislavsky að leikarinn geri sjálfan sig að persónunni sem hann er að túlka og persónuna að sér sjálfum, ídentífíkasjón. Hinsvegar á leikarinn að koma áhorfendum til að hugsa sjálfir og meta með því að túlka hlutverkið um leið og hann Birtingur 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.