Birtingur - 01.01.1959, Page 88

Birtingur - 01.01.1959, Page 88
stendur sumpart fyrir utan það og gerir athugasemdir við það. Það á ekki að dáleiða áhorfendur, þvert á móti vekja gagnrýni þeirra og sjálf- stæða hugsun. Þeir eiga fremur að efast en trúa gagnrýnilaust. Leikar- inn getur ekki tekið við neinu sem varðar hlutverkið án þess að gagn- rýna það og taka sjálfur afstöðu og örva sína áhorfendur til að skoða sjálfir viðfangsefnið en gleypa ekki við neinu líkt og gerningum dáleiðslu- meistarans. Brecht sprengir hvað eftir annað sefjunina til þess að áhorf- andinn geti litið yfir leiksins gang en sogist ekki inn í hvirfilinn og týnist þar, hann ætlast til að áhorfandinn beiti stöðugt dómgreind sinni sem gagnrýnandi þátttakari þess sem fer fram. Ég hafði orð á að sumir virðist álíta að Brecht lýsi ekki lifandi fólki, persónurnar séu einhæfar brúður. Þvert á móti, segir Anders, persónur hans eru fullar af mótsögnum eins og í lífinu sjálfu og koma einmitt oft mjög á óvænt í viðbrögðum. Per- sónurnar eru allt annað en einlitar, þær eru samanslungnar af ólíkum öflum. Samúð með lítilmagna litar allar bókmenntir Brecht og leikhús- verk. Hann hæðir beisklega þá sem troða á manneskjunum, segir Anders. Brecht kærir sig ekki um að skapa með leikhúsverkum sínum heillandi og sefjandi geðhrif sem veita munúðarsæla fullnægingu svo áhorfandinn fari heim að lokinni sýningu með óljósa upphafningarímyndun hugarins og standi svo í sömu sporunum daginn eftir, eins og ekkert hefði gerzt. Brecht vill neyða okkur til að spyrja spurninga, hugleiða veröldina og þjóðfélagið sem við lifum í, spyrja og spyrja, hugsa. Og einmitt það þykir mér einkenna Anders Ek. Hann vill grandskoða alla hluti. í samræðu sættir hann sig ekki við kærulaust og yfirborðslegt svar viðmælandans heldur leitar hann dýpra í viðfangsefnið með þeirri greind og viti sem leitar að sannleika og hafnar freistingum að vekja athygli með hug- myndalegri fimleikasýningu. Heiðarleiki hans sem listamanns er strangur og hann gerir óvægilegar kröfur til sín sjálfs. Líf hans er laust við prjál og hégóma, einfalt og óbrotið, leit að sannindum í þjónustu listarinnar. Og fáa menn veit ég lausari við yfirlæti, þessi maður hefur eignast kröfu- harða auðmýkt í baráttunni. Kunningi minn sem þekkir vel til leikhúss- lífs í Svíþjóð, sagði mér að Anders Ek hæfðu ekki nema sum hlutverk en það sem ætti við hann gerði hann betur en nokkur annar. 86 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.