Birtingur - 01.01.1959, Qupperneq 90
Anno 1959. Gömul hjón stöðva einn af hinum
mikilvægu krossgátumönnum hinna opinberu
kontóra í höfuðstaðnum, þau hafa ungan dótt-
urson sinn með sér úr sveitinni og segja: Gæti
maðurinn vísað veginn á húsið hans Kjarvals.
Ha? segir skrifstofumaðurinn í höfuðstaðnum.
Já ég hef heyrt hann eigi kofa í Hjaltastaða-
þinghánni. Ha? segja pilagrímarnir einum
rómi, æska og elli: nei við meintum Kjarvals-
húsið. Ja hann er víst stundum að mála þarna
uppi, segir maðurinn og bendir á þakið á húsa-
samstæðu í Austurstræti. Og gömlu hjónin voru
víst fyrst að hugsa um að fara inn í Lands-
bankann því að þeim þótti inngangurinn svo
fínn. Enginn gat vísað þeim á Kjarvalshúsið.
Því miður var það hvergi að finna nema á
pappírnum í skjalasafni ríkisins eða hvar þeir
nú geyma blöðin þegar þeir tæma vasana. Ekki
leizt þeim þesslega á húsið þar sem þjónn ríkis-
valdsins hafði bent á þakið, reyndu samt að
skygnast þar um gættir en fundu ekki fyrir
nema lýsiskaupmenn og komust að þeirri niður-
stöðu að skrifstofumaðurinn hefði átt við að
höll Kjarvals væri í skýjum himinsins. Eftir
14 ár.
Og þó. Síðustu tvö árin var ekki viðburðalaust
í þessu máli. I fjárlögum Alþingis 1957 og 1959
voru veittar samtals 800 þúsundir króna til við-
bótar 300 þúsundum króna sem höfðu legið í
sjóði síðan 1945 væntanlega til að reyna eyð-
ingarmátt möls og ryðs. Alls 1,1 milljón króna.
Og menntamálaráðherra sem í ýmsu hefur sýnt
góðan vilja gagnvart listum stofnaði eina nefnd-
ina enn, í þetta sinn með ágætan hollvin lista-
mannsins í forsæti, Guðbrand Magnússon sem
er einn hinna elztu og einlægustu aðdáenda
Kjarvals. Og loksins voru yfirvöld borgarinnar
svo sérstaklega höfðingleg að veita lóð svo að
það væri hægt að flytja þessa miklu höll niður
á jörðina og grunnmúra hana í lögsagnarum-
dæmi Reykjavíkur. „Og innflutningsskrifstofan
veitti fyrirheit um fjárfestingarleyfi," segir í
blaðafregn. Teikningar að húsinu kváðu hafa
verið til, ekki veit ég neitt um þær. Loksins
virtist rolukastinu vera að létta, heysigemling-
urinn var að rumska.
Þá kemur bréf: „Þeir peningar eða fjárhæð,
sem íslenzka ríkið hefur ánafnað í Kjarvalshús,
finnst mér æskilegast að gangi sem stofnfé í
byggingarsjóð málverkasafns íslenzka ríkisins.
Virðing og umhyggja. Jóh. Sv. Kjarval“.
Þessi maður sem hefur auðgað þjóð sína meira
en nokkur annar málari, ekki lætur hann við
það sitja, sá sem aldrei hefur átt hús sjálfur
nema sveitasetur í Hjaltastaðaþinghánni sem
er varla meira en þrír metrar á kant skreytt
þjóðfánum Norðurlanda og ungmennafélags-
flagginu til að færa Austfirðingum hinar sunn-
lensku stórhátíðar eins liðins sumars, hann
hefur nú gefið utan um myndlist landsins til
að geyma. Og heysigemlingar rolukastsins
hverfa aftur til sinnar eðlilegu veru, aftur er
hanastélið hrist og aftur er hringt á mennina
frá í gær, silfurbikararnir hefjast á loft og
senda sín litlu leiftur í tómið frá í fyrragær:
skál húrra bravissímó.
Alþingi hefur þakkað hina höfðinglegu gjöf og
samþykkt að geyma peningana á banka, í
Landsbankanum, og aðkomufólkið stanzar þar
á horninu snemma morguns, sér mannþröng á
tröppunum bíða þess að vera hleypt inn í dýrð-
ina, spegla svefnþrungin andlit borgarlífsins í
stóru gleri útidyranna meðan vegvitarnir
skammta bílaröðunum umferðaréttinn uin
krossgöturnar í hjarta þjóðlífsins: grænt gult
og rautt, þarna standa listpílagrímar framtíðar-
innar á horninu og reyna að grípa einhvern
asamanninn úr umferðinni til að spyrja: getur
maðurinn sagt mér hvort hún er þarna lista-
höllin sem hann Kjarval gaf okkur?
88
Birtingur