Birtingur - 01.01.1966, Qupperneq 4

Birtingur - 01.01.1966, Qupperneq 4
En ef hetjan er ljóðskáld, ætti ekki að vera eins erfitt að koma verkum þess fyrir í sög- unni: kvæðin kunna að vera stutt. Höfund- urinn getur tilfært smákvæði hér og hvar í bókinni án þess að spilla fyrir heildaráhrif- um. En hvaða líkur eru fyrir því, að skáld- sagnahöfundurinn sé álíka gott skáld og prósa- höfundur? Ef hann treystir sér ekki til að yrkja passleg kvæði, þá getur hann alltént látið hetjuna vera leirskáld. Þá ætti ekki að vera neinn vandi að berja saman nokkur kvæði til að sýna hvað hetjan er í raun og veru afleitt skáld. Hjalmar Söderberg, t. d., er ekki í neinum vandræðum með að yrkja kvæði eftir Martin Birck í Martin Bircks Ungdom. Svo getur höfundurinn einnig fengið nokkur kvæði að láni einhversstaðar að, eða tekið þau traustataki, ef honum finnst það vera til bóta fyrir söguna. Ef höfundurinn hefur á annað borð ákveðið að nota kvæði, þá er eftir að ákveða, hve mikið rúm Ijóðin eigi að skipa í skáldsögunni. Eiga kvæðin að vera mörg eða fá? í Hærværk tilfærir Tom Kristensen aðeins tvö vísuorð eftir aðalsöguhetjuna, Jastrau, og tvö stutt kvæði eftir mótstöðumann hans, Steffensen. En þessar örfáu línur eru með því áhrifa- mesta í bókinni og lita út frá sér langa vegu. Höfundur Kormákssögu fer mjög annan veg, þar sem kvæðin eru á pörtum uppistaðan í frásögninni og lausamálskaflarnir nánast ævi- sögugagnrýni um kvæðin. Tom Kristensen er sjálfur ágætt skáld og get- ur leikið sér að því að yrkja slík kvæði. En hver veit um höfund, eða höfunda, Kormáks- sögu? Það virðist sennilegra, að flest kvæðin í sögunni séu eldri en sjálf sagan. Höfundurinn hefur semsé notað kvæði annarra. í Ljósvíkíngnum þræðir Kiljan meðalveginn. Fimmtán kvæði, eða kvæðabrot, eftir Ólaf Kárason Ljósvíking eru tilfærð í bókinni, og þetta er aðeins brotabrot úr þeim ósköpum sem Ólafur á að hafa ort. („Þúsundir síðna,“ stendur á IV, 127. Ég styðst hér við fyrstu út- gáfuna af Ljósvíkíngnum. Rómversku tölurn- ar merkja bindin.) Ef höf. hefur valið úr ein- mitt þessi fimmtán kvæði til að láta okkur lesa, hlýtur hann að hafa sérstakt markmið með hverju og einu. Ég ætla að taka þau fyrir eftir röð og sýna hvernig kvæðin eru notuð í byggingu sögunnar. Ég geri ráð fyrir, að les- andinn sé kunnugur bókinni yfirleitt. Við erum ekki langt komin á ævibraut Ólafs áðuren skáldskapurinn gerir vart við sig. Á I, 25 eru tilfærð tvö vísuorð úr afmælisdikti sem Ólafur hefur ort til heimasætunnar Mafrn- ínu: 2 BIRTINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.