Birtingur - 01.01.1966, Blaðsíða 91

Birtingur - 01.01.1966, Blaðsíða 91
kynnast þeim í útvarpi eða frá sviðum leik- húsanna. Ég minnist þess ekki, að á fyrr- nefndum tímamótum væri fordæmi hans lof- að né farsælt starf þakkað nema í stuttri grein í einu dagblaðanna, enda mun hann sjálfur ekki einu sinni hafa haft svo mikið við að láta það berast út að hann væri „að heiman í dag“. Hefði nú þessum manni tekizt að veltast auga- fullur um veröldina í nokkra áratugi án þess að drepa sjálfan sig eða aðra beinlínis, hefði honum enzt slíkt afrek til hetjuhlutverks í bestseller, að ég ekki tali um þá frægðarsól sem gyllt helði hærur hans á ellidögum, ef hann hefði unnið landsfólkinu öllu eitthvað til vansæmdar og miska á þjóðmálasviðinu. Um manngildi i bókmenntunum Sigurður A. Magnússon kvartaði undan því í bókaspjalli í útvarpinu um Borgarlíf og Svarta messu, að höfundar skáldsagnanna bentu ekki á neina lausn þess ófremdar- ástands, sem þeir syngju bölvun yfir, en ylj- uðu sér við óraunhæft afturhvarf til liðinna lífshátta í sveit og við sjó. Svipað viðhorf kom fram hjá Árna Bergmann á málfundi í Lind- arbæ, og Jón Óskar tæpir á keimlíkri skoðun í ritdómi hér í heftinu. Ég tel ekki skáldum skylt að finna læknisráð við meinum sem þau sjá, enda hreint ekki víst þau fyndu nein ráð hve fegin sem þau vildu, þó að þau greindu sjúkdóminn rétt í verkum sínum. En auðvitað er þeim hvers konar spámennska leyfileg, e£ þau finna sig til hennar kölluð, og mörg skáld hafa á öllum öldum séð sýnir, önnur freistazt til að flytja draumsýnir niður á jörðina, jafnvel talið sig sjá fyrir komu hins nýja dags með talsverðri nákvæmni. Satt bezt að segja hefur tíminn löngum leikið slíkar bókmenntir grátt. Nær- tækt dæmi af innlendum vettvangi eru spá- mannlegustu kaflar í verkum rauðra penna, sem á kreppuárunum boðuðu sósíalisma af sönnum guðmóði og sáu ríki réttlætis og bræðralags á næsta leiti: „Hefjum vora stétt til stærri dáða! Stofnum heilir bræðralagið þráða! Vörpum meira ljósi á báða bóga! Brjótum dauðans gráu vígi senn! Starfsins þjóð skal vaka, vinna, ráða! Vort er ríkið, nýja tímans menn!“ Hér vantar ekki sannfæringuna, eldmóðinn, heillyndið, hugsjónina. Síðan þetta var ort, er aldarþriðjungur liðinn. Og hver er veruleiki sá, sem „nýja tímans menn“ búa nú við? „Vor stétt“ er orðin læpuleg lífsþægindarófa. „Dauðans gráu vígi“ hafa flutzt inn í landið í áþreifanlegri mynd en kreppuskáld gat grun- að og til varanlegrar dvalar. „Bræðralagið BIRTINGUR 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.