Birtingur - 01.01.1966, Síða 10

Birtingur - 01.01.1966, Síða 10
Ó hvar er vörður að verja mitt veslíngs hjartakorn? En kvæðið hefur dulda merkingu. Ó hvar er vörður að verja mitt veslíngs hjarta- korn á ekki aðeins við hjarta Jens, heldur einnig hjarta Ólafs, sem hann finnur að verði gert að keppikefli andstæðra afla í stéttabar- áttunni. Kvæðið hefur líka merkingu sem vís- ar enn lengra fram og hvorki Ólafur né les- andinn þekkir enn sem komið er. Þessi óþekkta stúlka sem vísurnar eru ortar til á eftir að verða kærasta hans. Á III, 111 segir Ólafur við Jórunni, „Ég hef lifað í miklum munaði í alt sumar og stund- um óttast að einhver kæmi og truflaði mig. Ég hef óttast að einhver kæmi og drægi mig í stríð.“ Kvæðið á III, 109 er dæmi um þann munað sem skáldið getur leyft sér þegar það tekur ekki þátt í baráttu dagsins. Nú snýr þú jörð mín þínu óhljóðseyra við auðninni hvar hjartað forðum svaf, og sérhver sköpuð skepna þín má heyra skapandi ljóssins orð, sem brosið gaf. Þinn lægsti ormur, herra himinljósa, þitt hljóðsta skáld, þín fátækasta sál, er ennþá barn í aldingarði og rósa við yl þinn, Ijós þitt, bros þitt, saung og mál. Hve heitt ég fagna huliðsómnum mæra sem höfundur vors lífs mér dumbum gaf; hve sæll ég styn: ó dýrðardásemd skæra, ó djúpa líf, ó ríka guðdómshaf. Eitt orð hér um það sem mér virðist vera nið- urstaða bókarinnar um eðli skáldsins, lista- mannsins: Skáldið er höfuðskepna, óháð öllu, mönnum, þjóðfélagslegum öflum, sínum eigin kjörum. Listamaðurinn hefur aðeins eitt hlut- verk: það að skapa, að skapa samkvæmt sínum innri hvötum. í sinni sköpun notar hann stundum þekkjanlega hluti, stundum óþekkj- anlega. Rithöfundurinn notar máski komm- únismann í einni bók. En hann notar hann aðeins sem fagurfræðilegt efni, á sama hátt og málarinn notar bláa litinn. Hann getur um tíma hænzt að þessu hugtaki, eins og mál- arinn getur hænzt um tíma að einum lit. En hann er óháður kommúnismanum á sama hátt og málarinn er óháður bláa litnum. Lista- maðurinn er semsé gjörsamlega móralslaus. Ef hann gerir eitthvað gott, er um tíma réttu megin í einhverju stríði, þá er það ekki a£ því að honum finnst það gott eða rétt, heldur af því að það er fallegt í það og það skipti, honum finnst blátt sé einasti liturinn sem hægt er að nota á þennan blett. Nú legg ég sjálfur engan dóm á þessa túlkun á hlutverki listamannsins, hvort hún er æskileg eða ekki, 8 BIRTINGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.