Birtingur - 01.01.1966, Blaðsíða 39
sem til Alfreðs Jarry, og leikrita hans um
Ubu kóng. Það mætti líka nefna franska ljóð-
skáldið Antonin Arthaud og geníalar leik'ist-
arkenningar hans. Áhrif Brechts ná hæði til
hófunda sem eru á hans bandi einsog Adamov
á Frakklandi í dag svo einn sé nefndur og
líka til þeirra sumra sem hafa risið upp á
móti honum einsog Ionesco og koma fram í
andófinu. Diirrenmatt og Max Frisch í þýzk-
um bókmenntum eða Peter Weiss sem var
mest á dagskrá í fyrra vegna leikritsins Marat
sem var sýnt um öll lönd nema hérna, og
núna í ár leikrit hans um fangabúðir nazista,
sem allsstaðar er verið að flytja: Die Ver-
mittlung. Þeir hafa allir orðið fyrir hollum
áhrifum af Brecht. Fremstu leikstjórar álfunn-
ar framlengja og rækta áfram viðhorf Brechts
á margvíslegan hátt, ég nefni Jean Vilar og
koger Planchon í Frakklandi, Peter Brook og
þá dýrðlegu kvinnu Joan Littlewood 1 Bret-
landi, Giorgio Strehler á Ítalíu. Hrífandi sýn-
ing einsog O what a lovely war, En það dá-
semdar stríð, eftir Joan Littlewood í Lundún-
um væri óhugsandi án Brechts.
Brecht hefur jafnvel haft áhrif á hinar stór-
merku Shakespeare-sýningar Peter Brook. —
Sjálfur hefur Brecht orðið fyrir meiri áhrifum
af Shakespeare en margan grunar. Annars hef-
ur hann sótt sér frá öllum tímum sögunnar
svosem austur til Kína þar sem leiklistin á
auðuga hefð í hinum frægu framandhrifum,
f-hrifum.
En því miður verður ekki séð að Brecht hafi
haft nein áhrif á leikhúslist á íslandi; hið
íslenzka leikhús er algjörlega ósnortið af leik-
húsbyltingu nútímans. Við höfum í rauninni
ekkert séð eftir Brecht. Sýningin á Mutter
Courage í Þjóðleikhúsinu var hneyksli. Hér
er alltof öflug sú skoðun að leikhúsið eigi að
vera innihaldslaust skemmtitæki, svæfingar-
gríma tímamorðsins. En ekki sterk lifandi
rödd til að vekja okkur. Einsog Ibsen reyndi
með sínum hætti á sínum tíma og Shaw undir
áhrifum þaðan, og nútímahöfundar gera með
öðrum hætti hvort sem eru Brecht eða Iones-
co. Sem reyna að vekja okkur til að skoða
heiminn og líf okkar og láta okkur hugsa.
Og njóta gleðinnar af að uppgötva, sem
Brecht talar um: hins andlega ævintýris.
^IRTINGUR
37