Birtingur - 01.01.1966, Síða 39

Birtingur - 01.01.1966, Síða 39
sem til Alfreðs Jarry, og leikrita hans um Ubu kóng. Það mætti líka nefna franska ljóð- skáldið Antonin Arthaud og geníalar leik'ist- arkenningar hans. Áhrif Brechts ná hæði til hófunda sem eru á hans bandi einsog Adamov á Frakklandi í dag svo einn sé nefndur og líka til þeirra sumra sem hafa risið upp á móti honum einsog Ionesco og koma fram í andófinu. Diirrenmatt og Max Frisch í þýzk- um bókmenntum eða Peter Weiss sem var mest á dagskrá í fyrra vegna leikritsins Marat sem var sýnt um öll lönd nema hérna, og núna í ár leikrit hans um fangabúðir nazista, sem allsstaðar er verið að flytja: Die Ver- mittlung. Þeir hafa allir orðið fyrir hollum áhrifum af Brecht. Fremstu leikstjórar álfunn- ar framlengja og rækta áfram viðhorf Brechts á margvíslegan hátt, ég nefni Jean Vilar og koger Planchon í Frakklandi, Peter Brook og þá dýrðlegu kvinnu Joan Littlewood 1 Bret- landi, Giorgio Strehler á Ítalíu. Hrífandi sýn- ing einsog O what a lovely war, En það dá- semdar stríð, eftir Joan Littlewood í Lundún- um væri óhugsandi án Brechts. Brecht hefur jafnvel haft áhrif á hinar stór- merku Shakespeare-sýningar Peter Brook. — Sjálfur hefur Brecht orðið fyrir meiri áhrifum af Shakespeare en margan grunar. Annars hef- ur hann sótt sér frá öllum tímum sögunnar svosem austur til Kína þar sem leiklistin á auðuga hefð í hinum frægu framandhrifum, f-hrifum. En því miður verður ekki séð að Brecht hafi haft nein áhrif á leikhúslist á íslandi; hið íslenzka leikhús er algjörlega ósnortið af leik- húsbyltingu nútímans. Við höfum í rauninni ekkert séð eftir Brecht. Sýningin á Mutter Courage í Þjóðleikhúsinu var hneyksli. Hér er alltof öflug sú skoðun að leikhúsið eigi að vera innihaldslaust skemmtitæki, svæfingar- gríma tímamorðsins. En ekki sterk lifandi rödd til að vekja okkur. Einsog Ibsen reyndi með sínum hætti á sínum tíma og Shaw undir áhrifum þaðan, og nútímahöfundar gera með öðrum hætti hvort sem eru Brecht eða Iones- co. Sem reyna að vekja okkur til að skoða heiminn og líf okkar og láta okkur hugsa. Og njóta gleðinnar af að uppgötva, sem Brecht talar um: hins andlega ævintýris. ^IRTINGUR 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.