Birtingur - 01.01.1966, Blaðsíða 67

Birtingur - 01.01.1966, Blaðsíða 67
andleg uppveðrun lágu í loftinu, orðið fékk töframátt og líkaminn reyndi að losna úr viðjum sinna eðlilegu, líffræðilegu takmark- ana, og við þessar aðstæður rauf allur ætt- stofninn hverja þá bannhelgi, sem mest lá við að virða frá degi til dags. Annað mikilsvert einkenni þessa helgisiða- halds var hin beina, samstillta þátttaka allra viðstaddra. Þar var ekki einn flokkur til at- hafna og annar sem horfði á. Töframenn þeirra voru ekki „flytjendur“, sem ættingj- arnir hlýddu á og virtu fyrir sér án þess að hafast að. Allir voru „flytjendur“ og gegndu hlutverkum sínum eftir helgisiðareglum, sem töframennirnir fylgdu. Með þátttöku sinni fær liinn frumstæði maður „kast sem um- breytir tilveru hans með áköfu umróti til- finninganna, og verður honum þá leyfilegt að brjóta boð og bönn“. En „hátíðin er gleði- tíð, og jafnframt tið þrenginganna. Það er óhjákvæmilegt að fasta og þegja áður en til þess kemur að fá útrás. Vanalegar reglur eru hertar og nýjar settar. En glaumurinn þeg- ar allar reglur eru brotnar, hátíðleikinn við trúarathafnirnar og hinar nýafstöðnu þreng- ingar, miðar allt að því að gera undantekn- ingu.“ En þótt „hlutdeild í galdri“, eins og Lévy Bruhl orðar það, geri frumstæðum manni kleift að lifa sig gjörsamlega inn í það, sem fram fer í kringum hann, og taka upp ný viðbrögð gagnvart arfsögnum og táknum, er mjög vafasamt, að gagnrýninn efasemdamað- ur nútímans geti leikið það eftir. Hér verður að leita nýrra aðferða, hagnýta ákveðinn sið- ræn frumatriði — almenna þátttöku og til- grip hins forboðna — til að leikurinn megi vekja það umrót, sem skilar bældum, jafnvel ómeðvituðum hvötum og tilfinningum upp á yfirborðið. Leikhúsið verður að finna og notfæra sér þau innvortis og útvortis meðöl, sem vekja hinn frumstæða til meðvitundar um „þátttöku í galdri", og beita þeim til á- hrifa á hugi viðstaddra. Þverun Sú tækni, sem miðar að því að umsnúa gildi þess, sem ber fyrir augu og eyru á sviðinu, kallast sviðræn þverun, en hún er í því fólgin að grípa til áhrifamikilla aðgerða, sem eru andstæðar öðru því, sem fram fer. Það er einkum í sambandi við textann, sem þessi aðferð kemur að fullum notum. Leikari hins akademiska leikhúss er venjulega ofurseldur einhliða málalengingum. Hann leikur Rómeó undir svölunum hjá Júlfu, flytur ástarjátn- ingarnar viðkvæmnislegri röddu, hrærir strengi viðkvæmninnar í brjóstum áheyrenda. í þessu tilfelli ber að forðast að undirstrika textann í samræmi við merkingu orðanna. BIRTINGUR 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.