Birtingur - 01.01.1966, Blaðsíða 68

Birtingur - 01.01.1966, Blaðsíða 68
Notagildi þessarar reglu til aÖ ,,stuða“ áhorf- andann er sérlegt með tilliti til þess, að hann er sýknt og heilagt fóðraður á þvættingi 3E5Í- fréttamennsku, auglýsingamynda Og fleiri slíkra fyrirbæra. Tónlistin á ekki að bergmála orð og gerðir leikarans; leikarinn á að snúast við tónlist- inni sem mótleikara, til dæmis með því að ganga í berhögg við hana. Ef leikurinn er upphafinn og skáldlegur, þá er undirleikurinn gaggandi hljóð, en harðneskjulegu og grófu atriði má fylgja eftir með hugljúfri aríu. Það er mark og mið að leika mót hverju nær- tæku atriði, sem viðkomandi getur notfært sér um leið og hann mótar hlutverk sitt. Leikarinn getur framfylgt þessari reglu, ekki einungis með því að notfæra sér önnur svið- ræn atriði, líkama sinn getur hann einnig not- að. Hann getur skipt líkama sínum í tvo eða fleiri hluta, sem stríða hver gegn öðrum. Sá sem tjáir hik með orðum, getur verið ein- beittur og djarflegur á svip þótt hendur og fætur skjálfi af hræðslu. Tökum sem dæmi síðasta atriðið í „Akró- pólis“: Fangarnir — þeir hafa orðið fyrir geðtruflun — taka lík og halda að það sé Kristur, sem muni frelsa þá. Þeir syngja jólasálm, textinn er hósíanna til dýrðar þessum upprisna frels- ara. Fangarnir bera náinn í skrúðgöngu og nálgast líkbrennsluna. Og þeir hegða sér eins og meinlætamenn, rífa klæði sín, velta sér áfram í trúarvímu; innra ljós bjarmar í svipn- um. IJeir minna á pílagríma miðaldanna, er þeir sáu múra Jórsalaborgar, hafandi lagt land undir fót svo skipti hundruðum kílómetra: sefasýki og hrifning með ópum, fettum og brettum. Þeir eru sem mannfjöldinn í Lour- des, sem á dularfullan hátt lætur truflast á sinni, þegar oflátan er borin fram. Og sálma- söngurinn minnir okkur á bernskuna, jólin heima, öryggi barnsins í skjóli foreldranna, sem vernda það á allan hátt með nærveru sinni. Hreyfingin Leikhúsið skapar tengsl milli leikara og á- horfenda, og þar af leiðir að hreyfingar á leikvangi þess heyra ekki líffærafræðinni, þær skulu vera í samræmi við háttalag lifandi manna og lúta því. Ef leikmyndagerðin (bún- aður sviðsins, fastur og hreyfanlegur, og fyr- irfram ákveðnar stöður og hreyfingar leik- fólks innan þess ramraa) er bara til skrauts, sem gleður augað, og verður leikurunum fjöt- ur um fót, þá er hún jafnframt leikhúsinu óviðkomandi. Sú afmörkun, sem hér um ræðir, skal aðeins vera leikaranum til stuðnings, rásmark fyrir athafnir, hreyfingar, látbragð. í „Akrópólis" 66 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.