Birtingur - 01.01.1966, Síða 32
unni sé ósvarað fer það í háttinn. / Það er
þeirra starf að tvístíga. / Orötak þeirra er;
úrskurði frestað. / Varið ykkur áður en þið
lofið efann. Að lofa ekki / þann efa sem er
örvænting. / Til hvers er hæfileikinn að efast
þeim manni sem getur ekki tekið ákvörðun?
Þér getur skjátlast / þegar of lítil hugsun fer
á undan athöfn þinni / en verstu mistökin eru
þau að á hættustund / haldir þú áfram að
hugsa of lengi.
II
Ýmsir hafa reynt að halda því fram að leik-
rit Brechts séu kaldrifjuð og skorti mannlega
hlýju, persónurnar séu ekki nógu mennskar
en það held ég að sé mikill misskilningur og
byggt á ónógri athugun.
Þó Brecht sé boðberi sem leiðist stundum of
langt í baráttunni fyrir viðhorfum sínum á
kostnað listar sinnar, þá gildir það helzt um
smærri verk hans sum sem hann samdi á
tímabili og minnst var á hér að framan,
hin pólitísku kennsluleikrit Lehrstúcke. En í
hinum stærri verkum sínum hefur hann skap-
að margslungnar og stórbrotnar persónur sem
gefa snjöllum leikurum mikil og freistandi
tækifæri, persónur sem hafa þegar orðið næst-
um þjóðsögulegar í leikhúsi aldarinnar líkt
og Jón Iireggviðsson með íslenzkum. l’ersón-
ur einsog Mutter Courage, eða Galileo
Galilei.
Það eru mikil tragísk hlutverk, miklar mann-
eskjur. Þessar persónur eru mjög mennskar
með sínum þversögnum og samkvæmni.
Brecht trúir nefnilega á manneskjuna sem er
andstæða við hina glæsilegu hetju sem var
kannski svo mikil hetja að hún náði varla með
fæturna niður á jörðina. Persónur Brechts
eru ekki hetjur í rómantískum skilningi.
Á nístandi stund sorgarinnar þegar hin mál-
lausa dóttir Mutter Courage hefur verið drep-
in meðan hún barði trumbuna til að vara
þorpsbúa við atlögu hermanna sem beindu
byssum sínum að henni, drepin sem hetja, —
og Mutter Courage er að borga bændafólki
fyrir útför dótturinnar þá hvolfir hún ekki
úr pyngjunni einsog hetjan ætti að gera sem
má ekki hugsa um peninga í afdráttarleysi
dramans, nei, hún tínir fram skildingana með
tregðu hinnar forsjálu kaupkonu og lætur
einn jafnvel í pyngjuna aftur úr lófa sínum
því þrátt fyrir sorgina er hin ríka eðlishneigð
hagsýninnar ekki burtsofnuð. Skyldi þetta
clraga úr áhrifum harmleiksins, skemmir þetta
samúð okkar með móðurinni? Ég held að
þetta orki einmitt til að magna þau áhrif.
Gera Mutter Courage ennþá raunverulegri,
30
BIRTINGUR