Birtingur - 01.01.1966, Blaðsíða 36

Birtingur - 01.01.1966, Blaðsíða 36
ríkar og athyglisverðar. Samfara geystri og þrautseigri þekkingarleit snilldarandans er þróttmikil lífslyst og hóglífishneigð, slægð og purkunarleysi sem reyndist sjá lengra heldur en fljóthuga og hreinlyndir hugsjónamenn sem fella siðgæðisdóminn út frá of skamm- sýnum forsendum, sjá ekki nógu langt. Ýmsum finnst óvirðing við hina háleitu þjón- ustuköllun vísindanna þegar Galilei prakkar inn á stjórnarvöldin sem sinni eigin uppfinn- ingu sjónauka sem hann hafði frétt hjá ríkum nemanda sínum og tornæmum að væri til í Hollandi. En þar lætur hann koma krók á móti bragði, kramarar borgarinnar skömmt- uðu honum naumt lífsviðurværið og of naumt fé til þess að hann hefði næði til að nýta marglofað frelsi þar í sveit þangað sem armur kirkjunnar náði ekki að hrifsa frjálsræðis- andana til að varpa þeim á bálið einsog gert var við blessaðan munkinn Giordano Brúnó fyrir uppreisnarkenningar hans gegn hinni aristótílísku kyrrstæðu heimsmynd sem kirkj- an bauð; kirkjan þurfti reyndar síðar að vekja Brúnó þennan upp úr öskunni til þess að gera hann að helgum manni og reisa hon- um styttu á markaðnum á Campo di Fiori eða Blómavöllum í Róm. Peningamennirnir vildu gjarnan heiðra sjálfa sig með frægð Galilei en þeir vilja bara ekki láta hann hafa fé til þess að hann geti helgað sig rannsóknum sínum í stað þess að þurfa að troða í misjafn- lega námfúsa nemendur sem stundum voru treggáfaðir en efnaðir foreldrar vilja láta tolla í tízkunni. Og þeir meta uppgötvanir hans eftir hagnýtu gildi: hvað er hægt að græða á sjónaukanum? Og það notar Galilei sér. Galilei líður ekki píslarvætti einsog allir fylg- ismenn hans höfðu vænzt í leikritinu og verð- ur ekki táknmynd málstaðar sem ekkert þurfti nema slíkan píslarvott til að ólgan yrði að uppreisn, sprengingu. í þess stað afneitar hann kenningum sínum og verður fangi rann- sóknarréttarins. Það er sami maðurinn og fyrr í leiknum hafði neitað að flýja drepsótt vegna vísindarannsókna sinna. Og okið þyngdist og drungi færðist yfir þá hreyfingu sem hafði vaknað gegn hinni andlegu kúgun. Sumir lærisveinarnir gáfust upp og hurfu frá vísindum og aðrir formæltu sínum meist- ara sem svikara. En samt heldur þessi fangi rannsóknarréttarins áfram rannsóknum sín- um og skrifar hið vísindalega byltingarrit Discorsi á bak við fangaverði sína og smygl- ar því með lærisveini sínum út fyrir vald- svæði kirkjunnar og rannsóknarréttarins. En í Galilei togast margt á og meðal annars herj- ar uggur hugann um framtíðarafleiðingar og hættur vísindalegra uppgötvana í höndum þeirra sem kunna ekki að fara með slíkt. Brecht lætur Galilei tala um að milli vísind- 34 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.