Birtingur - 01.01.1966, Blaðsíða 86

Birtingur - 01.01.1966, Blaðsíða 86
þær glósur sem honum og öðrum nútíma- skáldum (nema þeim sem kveða hefðbundið) Jiöfðu verið sendar í þessum vísnabullsþáttum útvarpsins. En orð Jóns voru klippt burt a£ segulbandinu og heyrðust aldrei í útvarpið. Lágkúran er ætíð söm við sig, jafnvel þó hún kalli sjálfa sig „Vel mælt“ (í trausti þess að allir trúi því að henni mælist vel, ef hún segir það sjálf), þá þolir hún ekki nokkur vel valin orð. Eitt var það sem hlaut að vekja athygli í vísna- þáttum útvarpsins; það var sífellt verið að vitna í svonefnda „þjóðkunna hagyrðinga" (ég segi nú fyrir mig að ég hafði ekki heyrt þessi nöfn áður, þótt ég sjái nú, að þarna eru kom- in nokkur af þeim nöfnum sem menn hafa oft velt fyrir sér hvar úthlutunarnefnd lista- mannalauna hefði grafið upp) og fengu þessir frægu og að því er manni skildist snjöllu vísnagerðarmenn allmikið rúm í hverjum þætti, þannig að fá mátti nokkra hugmynd um snilli þeirra. Er skemmst frá því að segja að af öllum þeim ferskeytluin sem þar voru lesnar, báru engar jafngrófan svip af hæfi- leikaskorti til yrkinga og þær vísur sem komu frá þessum ríkisstyrktu og (einsog það var orðað) þjóðkunnu hagyrðingum. Vísur þeirra náðu sjaldan að vera merkilegri en það sem greind 13—14 ára skólabörn setja saman, og voru raunar flestar langt utan við þann ferska anda sem skólabörn ná á köflum í vísur sínar. Dettur mér þó ekki í hug að halda því fram að þessir menn geti ekki ort smellnar vísur, enda heyrðist einstaka vottur þess, þótt lítill væri. Engin ástæða er til að ætla að lausavísnagerð verði ekki stunduð á íslandi eins lengi og ís- lenzk tunga er töluð. En það gerir íslendinga ekki að meiri íslendingum að fylla heilar út- varpsdagskrár með aumlegum vísnasamsetn- ingi. Þess gerist ekki heldur þörf. Það hefur verið ort nóg a£ frambærilegum vísum sem nota mætti hóflega í eina og eina útvarpsdag- skrá, ef henta þætti, og mætti þá hafa þá fjöl- breytni að kveða eða syngja sumar vísnanna. Ætti þá að liggja beint við að leita í vísnasafn það, er Jóhann Sveinsson frá Flögu hefur út gefið, og er upphaf að safni helztu vísna sem ortar hafa verið á íslandi, eða þeirra sem á- stæða sýnist til að varðveita, en margt kemur til greina annað en fagurfræðilegt sjónarmið, þegar slíkt safn er gert, einsog Jóhann tekur réttilega fram í formála að safninu. Ef horfið væri að því ráði, mætti að ósekju skjóta inn á milli einni og einni ferskeytlu sem „þjóð- kunnir hagyrðingar“ eða aðrir landsmenn kunna að setja saman. En umfram allt skyldu menn minnast þess, að vísnakveðskapur á bezt við í góðra vina hópi, og skiptir þá litlu þótt lítilvægur sé. 84 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.