Birtingur - 01.01.1966, Síða 35

Birtingur - 01.01.1966, Síða 35
frásöguþáttur með viðeigandi fyrirsögn, eins- konar leikrit í leikritinu. Alltaf þegar kerl- ingin heldur að hún sé að græða er hún ein- mitt að tapa. Og þegar Brecht stjórnaði þessu verki lét hann korna fram í sviðsbúnaði hvern- ig ömurleikinn vex, tjöldin verða æ grárri og nöturlegri. í þessu leikriti hinna snjöllu and- stæðna kemur líka fram hvernig andstæðurnar togast á í höfundinum sjálfum: annarsvegar vonin um að geta kennt áhorfendum og kom- ið fram boðskapnum, hinsvegar svartsýni og örvænting skáldsins. En Brecht trúir á manninn. Hann trúir á manneskjuna með þeirn sundurleitu kröft- um sem togast á í henni og vill efla hana til sigurs gegn tortímingarkröftunum sem leika umhverfis. Hann trúir á heilbrigt vald skyn- seminnar. I leikritinu Líf Galilei lætur hann hinn mikla hugsuð segja frá trú sinni á heil- brigða skynsemi: Án þessarar trúar, segir Galilei: myndi ég ekki hafa þrek til að rísa úr rekkju á morgnana. Við höfum talað um hvernig Brecht hafnar hinni rómantísku hetju. Óhamingjusamt er það land sem engar hetjur á, segir ein persóna leikritsins Líf Galilei. Nei, svarar Galilei: það land er óhamingjusamt sem þarfnast hetjunnar. Við vitum um menn sem í svefni og vöku tala um fólkið einsog útmælda stærð í öllum reikn- ingsdæmum sínum. Fólkið vill þetta, fólkið vill hitt. En Brecht vissi að Fólkið er svo og svo mikill fjöldi af manneskjum senr hver lifir með sínum hætti og svarar áhrifum umhverf- isins samkvæmt sérstæðu eðli; og það er stærð hans sem listamanns, skálds. En um leið sýn- ir hann okkur skilgreinanleg áhrifsöfl í sam- félaginu sem orka á líf mannanna, rökfræði hlutanna, díalektíkina í sögunnar straumi. Galileo Galilei er vísindamaður sem leitar sannleikans og trúir á heilbrigða skynsemi, mikilmenni sem er að bylta heimsmynd, sprengja landamæri vísindanna. En hann vill ekki láta drepa sig að óþörfu, líða píslarvætti út í bláinn. Mikilvægast er að lifa og vinna málstað sannleikans eftir mætti, þótt þurfi að beita slægð, slaka stundum, gefa eftir. En hann kemst að þessari niðurstöðu í dómum yfir sjálfum sér: Nokkur ár var ég eins sterk- ur og stjórnarvöldin. En ég afhenti stjórnar- völdunum þekkingu mína svo það var í valdi þeirra að nýta hana, forsmá hana, misnota eftir því sem hentaði þeirra markmiðum. Ég hef svikið köllun mína. Maður sem gerir það sem ég hef gert, hann verður ekki þolaður í þjónustu vísindanna. En það er hreint ekki fljótlegt að afgreiða þessa safamiklu persónu sem Brecht skapaði þarna af anda sínum og holdi og blóði liggur mér við að segja. Þversagnirnar í honurn eru BIRTINGUR 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.