Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1987, Síða 147
Ritdómar
145
Fleirtölukaflinn, sem er mun styttri og einfaldari að gerð, mun að mestu vera verk
Indriða Gíslasonar, þótt fleiri hafi unnið þar að; þannig samdi Höskuldur Þráinsson
upphaflega gerð prófsins sem notað var, og þær Áslaug J. Marinósdóttir og Guðrún
Sigurðardóttir gerðu fyrstu tilraunir með það (sjá Áslaug J. Marinósdóttir & Guðrún
Sigurðardóttir 1980). Áslaug vann einnig mikið með þetta próf í B.A.-ritgerð sinni
(1983), og eru niðurstöður hennar nýttar í bókinni.
Prófið skiptist f tvennt; annars vegar svokölluð „raunorð", þ.e. íslensk nafnorð, sem
búast mátti við að bömin þekktu; hins vegar „bullorð“, hljóðaraðir sem samræmst gátu
fslensku hljóð- og beygingakerfi, en eru hins vegarekki lil sem íslensk orð — en gætu
verið það. Málkunnátta bamanna hlýtur að koma fram á talsvert mismunandi hátt í
þessum tveim flokkum. í raunorðunum má gera ráð fyrir að fram komi raunverulegur
orðaforði bamanna, og kunnátta þeirra í meðferð hans; það má sem sé búast við að þau
hafi þegarlært hina réttu fleirtöiu þessara orða. I bullorðunum er að sjálfsögðu ekki um
neitt slíkt að ræða. Þau prófa því miklu fremur ómeðvitaðar beygingarreglur bamanna;
hvort þau hafa tilfinningu fyrir því að stofn af ákveðnu kyni eða með ákveðið hljóðafar
hljóti að fá fleiitölu af ákveðinni gerð. Auðvitað geta svo þessar ómeðvituðu reglur
líka komið bömunum til hjálpar í raunorðunum, þótt þar megi gera ráð fyrir að þau
byggi fremur á því sem þau hafa heyrt.
Yfirleitt fer bömunum mikið fram í myndun fleirtölu milli 4 og 6 ára aldurs. Því fer
þó fjarri að 6 ára böm hafi náð fullu valdi á fleirtölumyndun, og er mikill munur á því og
ffamburðarþættinum, eins og höfundar benda á. í ljós kemur að bömin hafa mikla til-
hneigingu til að alhæfa -ar-endinguí fleirtölu, bæði áraunorðum og bullorðum; nokkuð
hefur þó dregið úr tilhneigingunni þegar börnin eru orðin sex ára.
í úrvinnslu bullorðanna er farin sú leið að telja alltaf eina fleirtölumynd rétta, en
aðrar rangar, þar sem fleiri gætu komið til greina. Þar er einkum um að ræða sterk
karlkyns- og kvenkynsorð. í þeim fyrmefndu er -ar-fleirtala alltaf talin rétt, en þeim
síðamefndu ýmist -ar eða -ir. Þetta orkar tvímælis, svo að ekki sé meira sagt. Mörg
karlkynsorðanna gætu nefnilega út frá stofngerð sinni rétt eins fengið aðrar endingar;
fleirtalan af *tamur gæti t.d. eins verið *tamir eða *tamrar (með stofnlægu r-i) eins og
hin „rétta“ mynd *tamar. Raunar er þetta það af sterku karlkynsorðunum sem bömin
hafa mesta tilhneigingu til að gefa -/r-fleirtöiu, og sú tilhneiging eykst talsvert frá 4 ára
aldri (4,3%) til sex ára (9,0%). Það er athyglisvert, því að orð með þessa stofngerð (ein-
hljóð + eitt samhljóð) virðast einmitt mun oftar hafa -/r-fleirtölu en orð af öðrum stofn-
gerðum skv. athugun Eiríks Rögnvaldssonar (1984). Aukning -/r-fleirtölunnar milli 4
og 6 ára aldurs bendir því til að 6 ára bömin séu farin að tileinka sér betur reglur um
samband stofngerðar og endingar. Þetta kemur hins vegar ekki fram ef allt annað en
-ar er merkt sem frávik, eins og gert er í skýrslunni.
í sterkum kvenkynsorðum er dálítið annað uppi á teningnum. Þar er -ar-fleirtala
sums staðar talin rétt, en -ir annars staðar, t.d. í þeim orðum sem enda á -s, og er
þar byggt á þeirri fullyrðingu Eiríks Rögnvaldssonar (1984) að flest slík orð fái -ir-
fleirtölu. Fyrst farið er eftir því hefði ekki verið síðri ástæða til að telja -/r-endingu
rétta á sumum karlkynsorðanna, eins og nefnt er hér að framan. E.t.v. má segja að litlu
máli skipti hvaða ending sé talin „rétt“ þegar fieiri en ein kæmi til greina; það megi