Ritmennt - 01.01.2000, Síða 64
ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR
RITMENNT
samfögnunarvers, propempticum sem er
reisulcvæði eða burtferðarvers, epicedium
eða líkvers, epitaphium sem er grafskrift og
margar fleiri tegundir. Þá talar hann um
skáldskap eftir „afdeilingu efnisins" og á
þar við, sýnist mér, ýmsar kvæðategundir
og aðskiljanleg form þeirra. Hér má nefna
sem dæmi drama, eða „skoðunarspil", sem
Jón segir þetta um: „kvæði það sem lætur
ýmsar persónur koma á leikvöllinn, tala þar
og leika fyrir tilsjáendum". Annað dæmi er
elegía, sem Jón skilgreinir þannig að hún sé
blönduð saman af hexametris og pentametr-
is og handli eiginlega um sorgarlega hluti en
l<unni þó að brúkast um alls konar objecta.
Epigramma segir Jón að sé „stuttur diktur,
sem [...] er gjörður um eitthvað sem nokk-
urs konar yfirskrift". Að lokum skal nefna
technopægnia, sem eru „látgæðiskvæði
skálda. I þeim er að sönnu sérdeilis kúnst,
en enginn viss bragarháttur". Hann skil-
greinir margar gerðir af þess háttar látgæðis-
kvæðum, eins og t.d. þegar fyrstu bókstafir
erinda samsetja mannsnafn.5 Jón nefnir
margar aðrar tegundir, sem óþarfi er að tí-
unda hér, en athyglisverð er skýring hans á
því af hverju hann er svo fjölorður um þetta
efni. Hann segir að það sé vegna þess að
margt þess konar eigi sér stað í íslensku.
Þegar hann svo fjallar um skáldskap á móð-
urmálinu, í kafla sem hann nefnir „Að
skælda í íslensku", segir hann að efnið geti
hann (skólasveinninn) lagað að hinum latn-
eska skáldskap í flestu, þ.e.a.s. Jón telur
eðlilegt að skáldskapur á íslenslcu dragi aö
einhverju leyti dám af latneskum kveðskap
um efni og form. Þó að ekki hafi farið mik-
ið fyrir þætti kveðskapar af klassískum rót-
um runnum í íslenskri bókmenntasögu,
voru slík kvæði afar algeng á 17. og 18. öld,
bæði á latínu og á íslensku, enda tilheyrðu
þau kveðskapartísku menntamanna í Norð-
ur-Evrópu á þessum tíma.6 Það þarf því ekki
að koma á óvart þó að Jón taki talsvert mið
af klassískri skáldskaparfræði í Hagþenki
þegar hann fjallar um fagurbókmenntir á
sinni tíð. En fornfræðingurinn Jón lítur þó
ekki eingöngu til klassískra bókmennta-
hefða þegar hann fjallar um kveðskaparlist-
ina. Hann telur bókmenntaarf íslendinga
mikilvægan fyrir þá og einnig segir hann að
kveðskapur á íslensku sé íslenskum manni
„þénanlegri en latneskur, grískur eða ann-
arra tungna" (53). Þetta sjónarmið sést einn-
ig berlega ef ritgerðir hans um skáldskapar-
fræði í handritinu AM 986 4to eru slcoðað-
ar. Þar er m.a. stutt ritgerð (eða öllu heldur
upphaf að ritgerð) um norrænan skáldskap,
þar sem kemur fram að hann sé norrænum
mönnum nauðsynlegri en sá gríski eða latn-
eski, einkum vegna þess að þeir skilji móð-
urmál sitt betur en hin málin en einnig af
því að slcáldskapur á móðurmálinu gagnist
fleirum en skáldskapur á hinum lærðu
tungum.7
5 Jón hefur skrifað sérstaka ritgerð um technopægnia
sem varðveitt er í handritinu AM 1028 4to, bls.
1-16. Margrét Eggertsdóttir hefur búið þessa ritgerð
til prentunar undir yfirskriftinni „Slcáldanna
leiltaraverk" og birt í Vitjun sína vakta ber. Safni
greina eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík, bls. 21-37.
6 Sjá t.d. Wolfgang Beutin o.fl. A History of German
Literature, bls. 111 og áfr.; Per S. Ridderstad: Vad ár
tillfállesdiktning?; Minna Skafte Jensen: Denmark,
bls. 37 og áfr.; William H. Race. Classical Genres
and English Poetry.
7 AM 986 4to, bl. 71r. Margrét Eggertsdóttir liefur
fjallað um ritgerðir Jóns Ólafssonar um skáldskap-
arfræði í fyrirlestri sem hún flutti á málþingi um
60