Ritmennt - 01.01.2000, Síða 113
RITMENNT
EGGERT ÓLAFSSON
- slciptist í þrjá hluta: Eymdaróð, Náttúru-
lyst og Munaðardælu. Kvæðinu var ætlað
að hvetja landsmenn til dáða. Þar kemur
fram ást á náttúru og ættjörð, bjartsýni á
framtíð lands og þjóðar en andúð á deyfð og
framtaksleysi. í samræmi við þá hugsjón
upplýsingarinnar að vilja veita ljósi þar sem
myrkur var áður, stillir skáldið óspart upp í
ljóðinu andstæðunum ljósi og myrkri: hinn
skynsami ungi bóndi sltapar sér nýtt líf í
birtu og heiðríkju liins íslenska sumars.
Þannig er í Eymdaróði dregin upp dökk
mynd af hinum óskynsömu íslendingum.
Kallar skáldið þá „skuggafifl og þoku-
þjóna" og átelur þá fyrir að velja flónskuna í
viskunnar stað. Ljóst er að eymd þeirra og
volæði stafar af fáfræði, fordómum og hjá-
trú. í Náttúrulyst er því á hinn bóginn lýst
hvernig ungi bóndinn dregur lærdóma af líf-
inu í náttúrunni og fylgir rödd skynseminn-
ar til að skapa sér betra líf í „sæludal"14
fram til fjalla. Hann er andstæða hins hjá-
trúarfulla letingja sem lýst er í Eymdaróði.
Það hlutverk sem sólarljósið og sumarið
leilta í ljóðinu undirstrikar bjartsýni skálds-
ins. Tilfinning fyrir fegurð náttúrunnar er
líka augljós. Hefur ljóðið víða að geyma fal-
lega ljóðræna náttúrustenmingu eins og eft-
irfarandi dæmi sýnir:
Sólin brauzt fram úr frænu skýi,
fegurð veraldar lýstist öll;
allt var á beztum blóma-stigi,
blilcaði gras um rakan völl,
náttdaggar knappa silfri sett,
smaragðar vóru' í hvörjum blett.15
Þó er ljóst að fegurðarsýn Eggerts á íslenska
náttúru á ekkert sameiginlegt með fegurð-
arsýn rómantísku skáldanna síðar en þau
dáðu hrikalega og hrjóstruga náttúru lands-
ins. Hjá Eggerti tengist fegurð náttúrunnar
frjósemi hennar.16 Það eru hinar grösugu og
búsældarlegu sveitir sem eru fagrar, enda
getum við haft af þeim not. í Munaðardælu
segir t.d.:
Þegar hraungrjót er handa' á milli,
hræðist eg við og kem í stans,
af því jarðeldr jafnan spillir
jörðunum hér og utanlands;
að mitt hérað er frá þeim frí,
fullkomliga eg gleðst af því.17
Til gamans má í þessu sambandi benda á
lýsingar hans á Mývatnssveit í Eerðabók-
inni þar sem hann segir að hún hafi blasað
við „svört og ljót tilsýndar".18
í þriðja og langstærsta hluta Búnaðar-
bálks, Munaðardælu, lýsir Eggert lífinu í
„sæludalnum", vinnusemi bóndans og at-
orku í jarðrækt.19 Hann fræðir landa sína
um nytsemi hvers kyns jarðargróða og telur
upp nytjagrös til matar og lækninga. Þá
leggur hann áherslu á uppfræðslu, bóklestur
og dyggðugt líferni. í ljóðinu skín í gegn trú
á gæsku guðs og möguleika mannsins til að
14 í skemmtilegri grein um náttúrusýn í Búnaðar-
bálki, „o! að eg lifði í soddan sælu", Vefnir, tengir
Guðrún Ingólfsdóttir kvæðið m.a. við evrópskar út-
ópíubókmenntir og bendir á að Eggert fjalli fyrst og
fremst um útópíska draumsýn sem styðjist ekki
nema að hluta við veruleikann.
15 Eggert Olafsson, Kvæði, erindi 33, bls. 37.
16 Sjá Steinunn Haraldsdóttir, „I lystigarði ljúfra
kála", bls. 105.
17 Eggert Ólafsson, Kvæði, erindi 13, bls. 40.
18 Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, Ferðabók, II.
bindi, bls. 63.
19 Oft hefur verið bent á að áhugi Eggerts á landbún-
aði og ræktun jarðarinnar tengist m.a. búauðgi-
stefnunni svokölluðu („fysiokrati") sem var hag-
fræðistefna á 18. öld og angi af upplýsingunni. Sjá
t.d. Steinunni Haraldsdóttur, „í lystigarói ljúfra
kála", bls. 12, 37.
109