Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 21

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 21
Ég styð jafnrétti og þoli ekki óréttlæti Katrín Jakobsdóttir framhaldsnemi í íslensku Mér finnst hvers kyns eðlis- hyggja alveg óþolandi og sama má segja um hvers kyns kynjarembu. Otrúlegt en satt þá eru margir karlmenn sem telja að karlremba sé heillandi persónueinkenni og læra það líklega af amerískum fjölda- framleiddum skemmtimyndum. á ég tel mig vera femínista. Femínismi er aö mínu mati frelsisstríð kvenna sem er í eðli sínu óendanlegt og ég styð jafnan rétt kvenna og karla, rétt eins og ég styð jafn- rétti ólíkra kynþátta, ólíkra stétta og svo mætti lengi telja. Það er óviðunandi að karlar og konur fái ekki sömu laun fyr- ir sömu vinnu; það er óviðunandi að karlar séu taldir betri stjórnendur en konur á grundvelli kynferðis og allt slíkt mis- rétti sýnir þá eðlishyggju sern virðist alltaf koma upp á yfir- borðið í samfélaginu. Konur og karlar eru ekki andlega ólík að minu viti; ég tel ekki að einhver eðlismunur birtist í ólíkri hegðun karla og kvenna og að konur séu frá Venus og karl- ar frá Mars og þess vegna þurfi maður að tala öðruvísi við karl en konu. Ég tel hins vegar að samfélagið hafi mjög mót- andi áhrif á kynjaímyndir og margar konur og karlar hegði sér samkvæmt einhverju samfélagslegu kynjamynstri. Þaö er hins vegar ekkert sem segir að karlar geti ekki haft gaman af Jane Austen og konur af Matrix; þetta er samfélags- mýta sem virðist ætla að verða ansi lífsseig. Mín reynsla af konum og körlum er sú að einstaklingarnir séu jafn ólíkir og þeir eru margir; óháð kyni. Ég lít ekki fyrst og fremst á mig sem hvíta íslenska konu; ég lít fyrst og fremst á mig sem einstakling og efast um að ég væri neitt sérstaklega öðruvísi ef ég væri karl, svo fremi sem ég hefði hlotið sama uppeldi. Hins vegar má vera að samfélagið liti þá öðruvísi á mig; að minnsta kosti sumir sem eru fastir á klafa eðlishyggjunnar. Mér finnst hvers kyns eðlishyggja alveg óþolandi og sama má segja um hvers kyns kynjarembu. en satt þá eru margir karlmenn sern telja að karlremba sé heillandi per- sónueinkenni og læra það líklega af am- erískum fjöldaframleiddum skemmti- myndum en mér finnst öll slík remba sorgleg sjón og líki karlrembu þess vegna við rasisma sem sambærilegu fyrirbæri; þ.e. að mismuna fólki á lík- amlegum forsendum. Karlremba er víða grasserandi í íslensku samfélagi og maður heyrir það t.d. á þeirri orð- ræðu sem höfð er um konur. Sumir þáttastjórnendur segjast jafnvel ekki geta fengið konur í viðtöl því aö þær séu svo feimnar; ég hef nú starfað sem blaðamaður og aldrei átt erfitt með að fá konur né karla til að tjá-sjg; einfald- lega á forsendum hvers og eins. Ég vil berjast gegn rembunni hvar sem hana má finna og kannski er það þess vegna sem ég er femínisti; vegna þess að ég styð jafnrétti og þoli ekki óréttlæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.