Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 68

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 68
- Jfc Þingkonan aö þessu sinni er framsóknarkonan Jónína Bjartmarz. Jónína hefur veriö skeleggur formaöur landsamtakanna Heimili og skóli sem hafa unnið athyglisvert brautryöjendastarf í skóla- og forvarnarstarfi. Hún var einnig meðal stofnenda FKA - Félags kvenna í atvinnurekstri og fyrsti formaður þess. Jónína hefur um árabil rekið lögfræðiskrifstofu ásamt eiginmanni sínum Pétri Þór Sigurðssyni og situr nú sitt fyrsta kjörtímabil á þingi. Jónína er formaður heilbrigðisnefndar þingsins, varaformaður allsherjar- nefndar og á sæti í þremur öðrum þingnefndum. Laus viö pirringinn Við spuröum Jónínu hvort eitthvað einkenndi stööu stjórnarþingmanns öðru fremur. Jónína sagðist auðvitað ekki hafa neinn samanburð. „En það má nefna það að stjórnarþingmenn ein- göngu gegna formennsku í nefndum þingsins og auðvitað setur það svip sinn á störf okkar. Það einkennir aftur á móti stjórnarandstöðuna að gagnrýna og benda á vankanta á málum ráðherra og stjórnarþingmanna, og valdaleysið veldur aö sjálfsögðu oft pirringi hjá stjórnarand- stöðunni og þann pirring er auðvitað gott að vera laus við." Ráöherralaus draumur „Ráðherraembætti dreymir mig hvorki í vöku eöa svefni en ráðuneytin höfða mis mikið til mín. Eg get nefnt að sjávarútvegs- og umhverf- isráðuneyti yrðu aftarlega á óskalistanum en þaö liggur eingöngu í því að þá málaflokka þekki ég minna en aðra. Að öðru leyti geri ég ekki upp á milli ráðuneyta," segir Jónína. Upplýstar á vefnum! Valgeröur vinnusöm og vandvirk Ævintýri og konumynd „Síðasta kvikmynd sem ég sá var Hringadróttins- saga. Fjölskyldan fór saman og naut myndarinn- ar - það kom í Ijós að eldri sonur okkar hafði les- ið allar bækurnar svo nú bíðum við bara spennt eftir hinum tveimur myndunum. A dagskránni er að sjá evrópsku verðlaunamyndina Amelie," sagði Jónína. Næringin á náttboröinu „Mér finnast næstum allar bækur spennandi. Og á náttborðinu mínu núna eru nokkrar, m.a. bók Matthíasar Johannessen, Hann nærist á góðum minningum og Guð á hvíta tjaldinu sem geymir áhugaveröa umfjöllun þriggja guðfræðinga um trúarstef og túarleg tákn í kvikmyndum. Ekki má gleyma Eyðimerkurblóminu og Þriðja leiðin, bók Anthony Giddens, er einnig innan seilingar," sagði Jónína og bætti við að hún heföi sjaldnast þann tíma sem hún vildi til að lesa. Stjórnmál og stefnur í framtíðinni Jónína vill sjá jafnari hlut kvenna og karla í stjórnmálum - ekki bara ungar konur heldur konur á öllum aldri með þroska, reynslu og víð- sýni úr skóla lífsins. Hvaö stefnu Framsóknar- flokksins varöar segir Jónína: „Flokkurinn er öðrum góð fyrirmynd um lýðræðislega umræðu sem sjávarútvegs- og Evrópunefndin eru góð dæmi um, svo og sú umræða sem víðsýnn for- maður flokksins og utanríkisráðherra er í farar- broddi fyrir um EES samninginn og Evrópusam- bandið. Öfgalaus flokkur sem hafnar jafnt öfg- um einkavæöingar og fortakslausri félagslegrí forsjá og stendur vörð um jöfnuð í samfélaginu á síst minna erindi við höfuðborgarbúa en fólk á landsbyggðinni. Uppbygging atvinnulífsins og aukin erlend fjárfesting, sem framsóknarmenn hafa öörum fremur beitt sér fyrir, er forsenda þess að okkur takist að efla velferöarkerfið." Valgerður vandar sig, er það fyrsta sem manni dettur í hug þegar komið er inn á vefinn hennar Valgeröar. Hún kemur sér beint að efninu og á forsíðu má lesa stuttar athuga- semdir og skoðanir Valgeröar á mönnum og málefnum ásamt nýjustu fréttum úr starfi hennar. Þaö sem vekur sérstaka athygli er dagbókin, þar fá gestir innsýn í hefðbundinn vinnudag Valgerðar; kíkjum í dagbókina: Þriðjudagur 8. janúar 2002 Ríkisstjórnarfundur kl. 09.30 að venju. Ég lagöi fram byggðaáætlun og minnisblað urn Steinullarverksmiðju. Hádegisrabbfundur með forstjórum undirstofnana ráöuneytisins. Nokkrir aöilar áttu bókuð vitöl þennan dag og málefnin voru af ýmsum toga. Kl. 16.00 flaug ég til Akureyrar vegna opins fundar sem ég hafði boðað til i Gamla skólanum í Grenivík. Fundurinn var vel sóttur og skemmtilegur. Alltaf gaman að hitta sveitungana. Miðvikudagur 9. janúar Ég hóf daginn með fyrirtækjaheimsóknum á Akureyri og leit m.a. við á tannlækna- stofu Egils Jónssonar. Hann er að vinna að mjög áhugaverðum hugmyndum í sambandi við tannlækningar. Síðan hitti ég Eirík Jóhannsson kaupfélagsstjóra. Eftir hádegið höföu nokkrir aöilar bókað viðtöl hjá mér á KEA. Ráðuneytisstjórinn, Þorgeir Örlygsson sat fundina með mér. Um kvöldiö var fundur í Þelamerkurskóla. Þórarinn E. Sveinsson, formaður kjör- dæmissambandsins fór með mér á fundinn. Þar höfum við það - tveir dagar úr lífi ráðherrans. Annars er andi vefsins vinnusemi og dugnaöur. Fín vefsíöa hjá Valgerði, aö undanskildum tengingum á aöra vefi sem eru heldur fátæklegar og ófrumlegar. Slóðin er www.valgerdur.is 68
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.