Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 48
Bríet
Stelpurnar á Sauöárkróki
ásamt leiöbeinendum símum.
Bríet á Króknum
Bríet var boöiö í heimsókn á Sauðárkrók á dögunum. Á Sauöár-
króki er starfandi umræöuhópur sem forvarnarfulltrúi bæjarins,
félagsráögjafinn og presturinn á staönum sjá um. Einu sinni í
viku hittast því tuttugu stelpur á aldrinum 16 og uppúr og ræða
um hin ýmsu málefni, allt frá fjármálum að fegurð að feminisma.
Bríet heimsótti stelpurnar og spjallaði við þær um jafnréttismál.
Nú verður að viðurkennast að við í Brí-
eti erum allar fæddar og búsettar á
höfuðborgarsvæðinu. Viö höfum litla
reynslu af því hvernig er aö búa í
smærri byggðarlögum. Því vorum við
jafnæstar að fara til Sauðárkróks og
komast að því hvað stelpurnar þar eru
aö pæla og þær voru að fá okkur í
heimsókn.
Við lentum á flugvellinum á Sauð-
árkróki kl. 7 að kvöldi og vorum strax
dregnar í taeo-veislu. Eftir stutta kynn-
ingu þar sem við kynntum Bríeti og töl-
uðum um jafnréttismál á íslandi,
spruttu upp líflegar umræður um allt
milli himins og jarðar.
Það sem kom okkur mest á óvart
var að sjá muninn milli höfuðborgar-
svæðisins og dreifbýlisins. Vandamálin
sem konur standa frammi fyrir í dreif-
býlinu eru ógnvænleg. Tækifæri til
menntunar eru ekki eins almenn og hér
í Reykjavík og ekki er mikil fjölbreytni í
starfsvali þegar úr grunnskóla eða
menntaskóla er komið. Oft virðast einu
störfin sem ungar konur í dreifbýlinu
geta sótt um vera á sjúkrahúsunum og
fiskvinnslunum. Og næstum undan-
tekningalaust eru þau störf sem stúlkur
finna í dreifbýlinu verr launuð en störf
karlmanna. Margar stúlkur sjá engan
frama i því og leggja því mikla áherslu
á að finna sér kærasta á unga aldri og
verða óléttar, aðeins til að finna sér
framtíðarhlutverk.
Þaö virðist sem vandamálin sem
landsbyggðin stendur frammi fyrir séu
almennt ekki viðurkennd hér í samfé-
lagsumræðunni. Pólitíkusar ræða fram
og til baka um fólksflótta af lands-
byggðinni og einu lausnirnar sem þeir
leggja til er að byggja virkjanir og verk-
smiðjur hér og þar. Nú viljum við leggja
til að í staðinn einbeiti þeir sér að því
að gera samfélag úti á landi mann-
sæmandi. Það er ekki konum bjóðandi
að framtíð þeirra sé skorðuð í lág-
launastarfi eða bak við eldavélina. Ekki
er furða að konur flytjist í hrönnum til
Reykjavíkur þar sem þær geta valið um
starf sem þær hafa áhuga og löngun til
að vinna.
Stelpur á Sauðárkróki: Qo Get'em!
Bríet mæiir meö
Brtet mæiir á móti
Öllum bókum eftir Astrid Lindgren, og þá sérstaklega Ronju
ræningjadóttur, Línu langsokk og Bróður minum Ijónshjarta.
Jafnréttisáætlun Háskóla íslands. Eftir hálfsárshlé er nám-
skeiðið Konur til forystu aftur í boði fyrir kvenstúdenta HÍ. Þar
fá konur að læra að skrifa sína fyrstu umsókn og almennar
stjórnunarkenningar eru kynntar. Nú er vonandi ekki langt að
bíða að Rannveig Rist fái félagsskap á toppnum.
Strætó bs. Kvenbílstjórar hafa verið sífellt meira áberandi á
síðustu mánuðum i stóru gulu Volvóunum sem keyra um göt-
ur höfuðborgarsvæðisins. Nú verður Bjössi á mjólkurbílnum að
fara að passa sig. Hún Birna vill komast að.
Stjórn Hlaðvarpans. Ónefndur aðili í stjórn Hlað-
varpans sagði í útvarpsviðtali fyrir stuttu að henni
þætti það leitt að engin hafi leitast við að nýta
húsnæðið sem skyldi sem kvennahúsnæði. Nefndi
þessi ónefndi aðili sérstaklega nafn Bríetar. Nú vilj-
um viö nota tækifærið og minna á aö Bríet gerði
allt sem hún gat til að fá að starfa undir þaki Hlað-
varpans (sjá t.d. Vera, 3.tbl. 2000), en var sífellt
varpað út úr húsnæðinu til að gefa ferðaklúbbum,
félögum fluguhnýtingamanna og blómasölumönn-
um pláss fyrir sína starfsemi. Það er sorglegt ef
þetta skyldu verða endalok kvennahússins.
48