Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 60

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 60
I Víðtækt erlent samstarf Erlent samstarf er nokkuð umfangsmikill þáttur í starfi Jafnréttisstofu enda mikiö um aö vera á sviöi jafnréttis- mála á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar, Evrópu- sambandsins og víðar. Starfandi eru vinnuhópar um ýmis málefni og tekur Jafnréttisstofa fyrir íslands hönd þátt í starfi margra þeirra. Norrænt samstarf Markmiðiö með samvinnu Norðurland- anna í jafnréttismálum er að þróa að- ferðir til að skapa þjóðfélög sem byggð eru á jafnrétti. Mörkuð hefur verið stefna um að samþætta kynja- og jafn- réttissjónarmið í alla starfsemi Nor- rænu ráðherranefndarinnar og í sam- starfsáætlun áranna 2001-2005 verður áhersla lögð á kynja- og jafnréttissjón- armið í fjárlagagerð, karla og jafnrétti og aðgerðir gegn ofbeldi á konum. http://www.norden.org/jaemst/sk/sam- arbetsprogram2001-2005.pdf http://www.norden.org/jaemst/is/index .asp?lang=5 ÁK-JÁM er embættismannanefnd Norrænu ráðherranefndarinnar um jafnréttismál og hefur umsjón meö samstarfsáætlun um jafnréttismál. Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu á sæti í nefndinni. • Norrœn/baltnesk nefnd um jafnrétt- ismál, hefur það meginmarkmið að styrkja og stuðla að samstarfi opin- berra jafnréttisstofnana á Norður- löndunum og í Eystrarsaltslöndun- um. Framkvæmdastýra Jafnréttis- stofu situr í nefndinni. http://www.norden.0rg/jaemst/sk/c ooperation_programme.pdf • Handel med kvinner - Norræn/balt- nesk herferð gegn mansali hefur verið í undirbúningi frá því á ráð- stefnunni Konur og lýðræði í Vilní- us 2001. Skipaður hefur verið vinnuhópur með fulltrúum frá jafn- réttis- og dómsmálaráðuneytum landanna. Jafnréttisstofa á fulltrúa í hópnum. Likelönn, vinnuhópur skipaður full- trúum jafnréttisráðuneyta og full- trúum vinnumarkaðar. Jafnréttis- stofa á fulltrúa í hópnum sem hef- ur það verkefni að safna saman upplýsingum um stöðuna á Norður- löndunum og gefa út í skýrslu ásamt tillögum að verkefnum. Gender mainstreaming i budgetar- beidei, vinnuhópur sem hefur það hlutverk að gera tillögu að norrænu verkefni um samþættingu kynja- sjónarmiða í fjárlagagerð. Fulltrúar í hópnum eru frá jafnréttis- og fjár- málaráðuneytum. Framkvæmda- stýra Jafnréttísstofu er í hópnum. Menn og likestilling, vinnuhópur sem undirbýr útgáfu bókar um kynjamótun í skólum. Sérfræðingur á Jafnréttisstofu á sæti í hópnum. NIKK, er norræn rannsóknastofnun í kvenna- og kynjafræðum með að- setur í Osló. Jafnréttisstofa á vara- mann í stjórn NIKK. http://www.nikk.uio.no/ Vestnorrænt samstarf: Vestnorræn kvennaráðstefna var hald- in í Færeyjum 1999. í niðurstöðum hennar var skorað á aðildarlöndin að beita sér fyrir samvinnu landanna um ýmis málefni sem snerta konur. http://www.vestnordisk.is Starfandi er vinnuhópurinn Vold mot kvinner um sameiginlegar að- gerðir í vestnorrænu löndunum til að stöðva ofbeldi gegn konum. Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu á sæti í hópnum sem vinnur að skýrslu um máliö. Norðurskauts samstarf: Norðurskautsráðið (The Aretic Council) samanstendur af fulltrúum Norður- landanna fimm, Kanada, Rússlands og Bandarikjanna. Auk þess eiga fulltrúar sex frumbyggjasamtaka fastasæti í ráðinu. http://www.arctic-council.org/ Starfandi er hópur á vegum Norð- urskautsráðsins sem hefur það hlutverk að undirbúa ráðstefnuna Taking Wing - Women in the Arctic sem haldin verður í Saariselká í Finnlandi 4.-7. ágúst. Fram- kvæmdastýra Jafnréttisstofu á sæti í undirbúningshópnum. Evrópusambandið: Töluvert starf að jafnréttismálum á sér stað innan Evrópusambandsins. Þótt ís- 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.