Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 17

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 17
Hv<i$ er fíiðf F, ifoMviMftáttír Pj«r^«rílóttir yrsta bylgjan vísar til súffragett- anna sem börðust fyrir kosningarétti kvenna á 19. öld og í byrjun 20. aldar. Þær háðu harða baráttu fyrir kosningaréttin- um, sérstaklega í Bretlandi þar sem fjöl- margar þeirra voru handteknar af yfir- völdum og þeim misþyrmt. Þessi bylgja varð aldrei stór hér á landi. íslenskar kon- ur fengu kosningarétt árið 1915 og er Brí- et Bjarnhéðinsdóttir þekktust íslenskra kvenna sem tilheyrðu fyrstu bylgjunni. Önnur bylgjan á rætur sínar að rekja til kvennahreyfinga á 7. og 8. áratugnum. Konur áttuðu sig á því að þrátt fyrir að kosningaréttinum hafði verið náð, hallaði enn á þær í samfélaginu. Á þessum ára- tugum var mikil gróska í kvenréttindabar- áttu. Fjöldi hópa, sem hver hafði sína skoðun á því hvernig jafnrétti skyldi náð, spruttu upp. Með misróttækum aðgerðum náðu þessir hópar miklum árangri í jafn- réttismálum. Flest þau réttindi sem nú á dögum eru talin sjálfsögð, svo seni réttur- inn til sömu launa fyrir sömu vinnu og rétturinn yfir eigin líkama, er baráttu þessara kvenna að þakka. Barátta þessarar hreyfingar var svo almenn og svo sýnileg að þegar fólk hugsar um feminisma í dag hugsa flestir um hreyfingar þessara ára. Ekki er hægt að finna eina allsherjar skil- greiningu á þeim feminisma sem tíðkaðist á þessum árum. Hóparnir sem uröu áber- andi á þessum tíma voru allt frá virðuleg- um og gamalgrónum stofnunum, eins Kvenréttindafélagi Islands, til nýrra og róttækari hópa eins og Rauðsokkanna. Ef til vill er hægt að draga saman kenningar þessara mismunandi hópa i eina setningu sem kom fram í bók Simone de Beauvoir, Le Deuxiéme Sexe árið 1949: „Þú fæðist ekki kona, heldur verður þú kona." Fem- inistar þessara ára lögðu áherslu á að kyn- hlutverkin eru ekki eðlislæg heldur ásköp- uð af samfélaginu. Þriðja bylgjan er merkileg fyrir þær sakir að upphafskonur hennar tilheyra fyrstu kynslóð kvenna sem elst upp við að kvenréttindi séu talin sjálfsögð mannrétt- indi. En hún sker sig frá forverum sínum að því leyti að hún er ekki pólitísk fjölda- hreyfing. Flún á upptök sín í háskólum vesturlanda og ennþá er hún aðallega bundin við akademíuna. Þriðja bylgjan leggur mikla áherslu á fjölbreytileika. Flún hefur engu að síður verið gagnrýnd fyrir það hversu bundin hún er við akademíuna og höfði ekki til almennings. Að þessu leyti fellur hún í sömu gryfju og forverar hennar. Þriðja bylgjan gagnrýnir eldri femínista fyrir að hafa hundsað konur í minnihlutahópum en er sjálf gagnrýnd fyrir að höfða eingöngu til menntakvenna og hundsa almenning. Þá hafa baráttumál þriðju bylgjunnar einnig verið talin heldur óljós. Þessu hefur verið svarað með því að í þriðju bylgjunni felist ákveðin afstaða frekar en ákveðin baráttumál. Þessi af- staða hefur stundum verið kölluð „girl power" og felst í því að viðurkenna fjöl- breytileika einstaklinganna og rétt kvenna til að vera það sem þær vilja og gera það sem þær vilja. Ein ástæða þess að þriðju bylgjunni hefur ekki enn tekist að fylkja sér um eitt ákveðið pólitískt markmið er sú að mis- réttið er ekki lengur eins augljóst og það var. í dag felst mismununin yfirleitt í menningunni og það er hún sem feminist- ar hafa snúið sér gegn. Barátta þeirra er ekki lengur einskorðuð við lands- og sveitarstjórnmál, heldur fer hún líka fram á síðum tímarita, bóka, dagblaða, menn- ingarrita, netsíðna svo og í kvikmyndum, leiklist, tónlist og myndlist, svo fátt eitt sé nefnt. :) f«fr<?áí ík«p«r fordóMn Þrátt fyrir þessar þrjár mismunandi bylgj- ur hefur grundvallarhugmyndin sem býr að baki feminisma alltaf verið sú sama: Jafnrétti óháð kynferði! Flugmyndafræði feminismans gengur út á að gagnrýna samfélagið og ráðast gegn stöðluðum ímyndum af hlutverkum kynjanna sem endurspeglast á öllum sviðum menningar okkar. Fylgikvillar þessara stöðluðu hug- mynda birtast til dæmis í eðlishyggjunni sem gengur út á að skýra mun kynjanna með vísan til óbreytanlegs eðlis. Þannig er reynt að telja konum trú um að þær hafi aðra eiginleika en karlar og það vilji bara svo „óheppilega" til að þeir eiginleikar sem konum eru eignaðir séu minni að verðleikum en þeir sern eignaöir eru körl- um. Þessi hugsunarháttur hvetur til kven- fyrirlitningar sem endurspeglast meðal annars í launamun kynjanna. Mismunandi útfærslur á hinum ýmsu leiðum til að öðl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.