Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 53

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 53
Og ef fyrirmyndarhjónabandiö er barnlaust, ganga þá söguhetjur Jane Austen í hjónaband til þess aö eignast börn? „Hún hafði aldrei gert sér háar hug- myndir um karlmenn eöa hjónaband en alltaf ætlað sér að giftast. Það var eina heiðarlega staðan sem vel menntaðar stúlkur í litlum efnum gátu vonast eft- ir, og þótt það gæfi enga tryggingu fyr- ir hamingju þá var það þægilegasta leiðin til að verjast skorti. Nú hafði hún komið sér upp þessari vörn. Hún var tuttugu og sjö ára, hafði aldrei þótt lagleg og henni fannst hún lukkunnar pamfíll." (þýðing: Silja AOalsteinsdóttir.) Collins þykir henni reyndar „hvorki skynsamur né aðlaðandi" og hún gerir sér engar grillur um að hann sé ást- fanginn af henni: „En hann yrði maður- inn hennar." Hún summar þarna upp þær ástæður fyrir hjónabandi sem ganga eins og rauður þráður gegnum bækurnar: Konur eiga engra annarra kosta völ, því þær geta ekki séð fyrir sér á annan hátt. Emma hefur aðra skoðun, enda býr hún við aðrar aðstæður og finnst að mun betra sé að vera ógift: „Að ég sé aðlaðandi, Harriet, er ekki nóg til að fá mig til að giftast; mér verður að finnast annað fólk aðlaðandi - eða allavega ein önnur manneskja. Og ekki nóg með að ég ætli ekki að giftast á næstunni, heldur hef ég ekki hug á að giftast yfirleitt. Eg hef ekki sömu hvata til að giftast og aðrar konur. Ef ég yrði ástfangin væri allt annað uppi á ten- ingnum! En ég hef aldrei veriö ástfang- in, það er ekki í eðli mínu og ég held ég veröi það aldrei. Og án ástar væri kjána- legt af mér að breyta högum minum. Peninga þarf ég ekki, vinnu þarf ég ekki, virðingu þarf ég ekki: ég held að fáar giftar konur ráði eins miklu á eigin heimili og ég geri á Hartfield." Það er alveg Ijóst að í upptalningu hennar á tilgangi kvenna með því að ganga í hjónaband er hvergi minnst á barneignir. Og Emma gengur lengra, því að skoðun hennar er sú að „Það er ein- göngu fátækt sem fær almenning til að fyrirlíta skírlífi! En einhleyp kona í góð- um efnum er alltaf til sóma, og getur verið eins skynsöm og indæl og hver önnur." 'Eðli kvenna' hefur ekkert breyst síðan á tímum Jane Austen heldur bara áherslur samfélagsins. Þess samfélags sem á hennar tíma lagði ekki mikið uppúr móðurhlutverkinu. Tilgangurinn með hjónabandi á þeim tíma sem lýst er í bókum hennar er að tryggja gagn- kvæma hagsmuni. Barneignir eru ekki inni i myndinni. Það má koma í veg fyr- ir slíkt með því að hjónin sofi í sitthvoru herberginu, eins og Jane Austen stakk einmitt uppá í bréfi til vinkonu sinnar. Bestu hjónaböndin eru meira að segja barnlaus. Barnleysi er kostur Frú Croft og aðmírállinn hennar í Persuasion njóta þess heiðurs að eiga eitt besta hjónabandið í öllum bókum Jane Austen. Hitt dæmið eru Gardiner hjónin í Hroka og hleypidómum. Croft hjónin eru samhent og samrýmd, sjálf- um sér nóg og hrifin hvort af öðru. Frú- in er sérlega sjálfstæð og skynsöm en það er annað en almennt má segja um þær mæður sem birtast í bókunum. Þau eru nefnilega barnlaus, sem hlýtur að vera kostur, því hvergi er minnst á að það sé galli. Þegar þau ætla að leigja hús Elliot fjölskyldunnar þá er það einmitt sérstaklega tekið fram að að- mírállinn sé „kvæntur maður og barn- laus: alveg eins og best verður á kosið." Og ef fyrirmyndarhjónabandið er barn- laust, ganga þá söguhetjur Jane Austen i hjónaband til þess að eignast börn? Svarið hlýtur að vera nei. Heimildaskrá * Austen, Janc (1986). Juvenilia of Jane Austen and Charlotte Bronte. Harmondsworth, Middlesex: Penguin Books. * Austen, Jane (1995). Northanger Abbey. Harm- ondsworth, Middiesex: Penguin Books. * Austen, Jane (1995). Sense and Sensibility. Harm- ondsworth, Middiesex: Penguin Books. " Austen, Jane (1996). Pride and Prejudice. Harm- ondsworth, Middlesex: Penguin Books. ' Austen, Jane (1996). Mansfield Park. Harm- ondsworth, Middlesex: Penguin Books. * Austen, Jane (1996). Emma. Harmondsworth, Middlesex: Penguin Books. " Austen, Jane (1985). Persuasion. Harmondsworth, Middlcsex: Penguin Books. * Austcn, Jane (1988). Hroki og hlcypidómar. Þýöing Silja Aðalsteinsdóttir. Reykjavik: Mál og menning. * Bassib, D., M.Honey and M.M. Kaplan ed. "Repres- entations of Motherhood". New Haven: Yale Uni- versity Press. " de Beauvoir, Simone (1987). The Second Sex. Harmondsworth, Middlesex: Penguin Books. * Braidotti, Rosi: The Politics of Ontologieal Differ- ence." í Teresa Brennan cd. (1989). Between Fem- inism and Psychoanalysis. London and Ncw York: Routledge. " Eyer, D.E. (1992). Constructing motherhood and in- fancy, i Mother-lnfant Bonding: A Scientific Fict- ion. New Haven: Yale University Press. " Moore, Henrietta (1988). "Feminism and Ant- hropology: The Story of a Relationship." í Femin- ism and Anthropology. Minneapolis: University of Minncsota Press. " Lynn Nead (1984): "The Magdalen in Modern Times: The Mythology of the Fallcn Woman in Pre-Rap- haelite Painting." " í Rosemary Bctterton ritstj. (1989). Looking On: Images of Femininity in the Visual Arts and Mcdia. London: Pandora. " Thurer, Shari L (1994). The Myths of Motherhood: How Culture Reinvents the Good Mother. Harm- ondsworth, Middlesex: Pcnguin Books, Ltd. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.