Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 54

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 54
Arndís Guðmundsdóftir og Alda Ásgeirsdóttir Lungnakrabbamein Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskránni greindust 109 íslendingar aö meðaltali á ári meö lungnakrabbamein á árunum 1996-2000. Lungna- krabbamein er oröiö næst al- gengasta krabbameiniö bæði meðal karla og kvenna, en heldur er farið að draga úr ný- gengi þess. Yngstu sjúklingarn- ir eru á þrítugsaldri en tilfellum fjölgar með hækkandi aldri. Lungnakrabbamein á byrjunarstigi er oftast án einkenna en þegar æxli stækkar getur það þrengt að berkju og valdið slímmyndun sem leiðir til lungnabólgu. Þannig getur lungna- bólga verið fyrsta einkenni meinsins, sérstaklega hjá þeim sem hafa reykt lengi. Mæði og verkur fyrir brjósti, baki og síðu geta einnig verið einkenni lungnakrabbameins. Ári eftir greiningu eru þrír af hverjum tíu sem fá lungna- krabbamein enn á lífi en einn af hverj- um tíu eða tólf lifir fimm ár eöa leng- ur. Horfur þessara sjúklinga hafa lítið breyst síðustu þrjátíu árin. Orsakir og aldur Með umfangsmiklum rannsóknum hef- ur verið sýnt fram á óyggjandi sam- band milli reykinga og krabbameins eða í um 85% tilfella. Stórreykingafólk fær aðallega sjúkdóminn. Þeir sem reykja lítið fá sjúkdóminn frekar en þeir sem reykja ekki. Rannsóknir á lungna- krabbameinssjúklingum sýna að litn- ingaskaði í lungnafrumum er mestur hjá þeim sem byrja ungir að reykja (John Wiencke, Journal of the National Cancer Institute. Vol. 91, april, 2001) „Til þess að losna við að kafna hægt úr illri meinsend í lungunum verða menn að hætta að reykja" (Niels Dungal, 1950). Winston maöurinn Hinn heimsfrægi kvikmyndaleikari og fyrrverandi sígarettufyrirsæta, Alan Landers, hefur fengið krabbamein i bæði lungu, gengist undir hjartaað- gerð, hlotið taugaskemmdir og skaddað raddbönd, auk þess þjáist hann af lungnaþembu. Landers kennir tó- baksneyslu um tjón sitt. Þegar hann kom til íslands í febrúar 2001 fundaði hann með framhaldsskólanemum til þess að upplýsa þá um hættuna af völdum reykinga og hvernig þeir geti séð í gegnum þá blekkingarmynd sem tóbaksfyrirtækin draga upp af reyking- um. Landers starfaði um áralangt skeið sem fyrirsæta fyrir Winston-tóbaksfyr- irtækið og vann að markaðsstarfi sem beindist að ungu fólki. Hann er einn af fáum sígarettufyrirsætum frá sjöunda og áttunda áratugnum sem eru enn á lífi. Dregur úr lungnakrabbameini Eftir því sem færri reykja þeim mun meira dregur úr lungnakrabbameini. Nýjar tölur frá krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins benda til þess að dregið hafi úr lungnakrabbameini bæði hjá konum og körlum. Hér á landi var nýgengi hjá konum með því hæsta sem þekkist, en hefur lækkað úr 32 á hverj- ar 100 þúsund konur niður í 27. Þar sem nýgengi lungnakrabbameins tekur 10 til 20 ár að myndast er skýringanna að leita nokkra áratugi aftur í tímann. En eins og prófessor Richard Peto í Oxford háskóla sagði þá eru „mörg þús- Alan Landers Betty Grable Winston maðurinn Lee Remick George Harrison Alan Landers, Winston maðurinn und miðaldra Bretar á lífi í dag vegna þess að þeir hættu að reykja." Aldrei of seint í nýlegri rannsókn (Diane Feskanich, Sc.D., Journal of the National Cancer Institute. Vol. 92, nóv. 2000) kemur fram að konur sem borða mikið grænmeti fá síður lungnakrabbamein en aðrar kon- ur, sérstaklega grænmeti af kross- blómaætt eins og t.d. brokkóli, rósakál, einnig sítrusávexti, vatnsmelónur, greipaldin, tómata, salatjurtir, spínat, gulrætur o.fl. Um það bil 15 árum eftir að fólk hættir að reykja eru líkumar á því að fá sjúkdóminn orðnar svipaöar og hjá þeim sem aldrei hafa reykt. Einnig er talið víst að mengun frá tó- baksreykingum á heimilum og vinnu- stöðum (óbeinar reykingar) geti valdið lungnakrabbameini hjá þeim sem ekki reykja. Lungnakrabbamein er eitt af fáum krabbameinum sem við getum komið í veg fyrir - því er mikilvægt að snúast gegn orsakavaldinum og hvetja fólk til reykleysis. Þekkt fólk sem hefur fengið lungnakrabbamein: George Harrison Betty Grable Carl Wilson Duke Ellington John Wayne Lee Remick Melina Mercouri Robert Mitchum Steve McQueen Václav Havel Walt Disney Wayne McLaren .54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.