Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 70

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 70
Jar eftir hugsun Far eftir hugsun Þóra Jónsdóttir Bókaútgáfan Mýrarsel Far eftir hugsun (2000) er áttunda Ijóðabók Þóru Jónsdóttur. Fyrsta bók hennar, Leit að tjaldstæði, kom út árið 1973 og vakti strax nokkra athygli en síðan þá hefur farið heldur hljótt um skáldkonuna. Far eftir hugsun er með nokkuð ólíku yfirbragði og fyrri bækurnar, þrátt fyrir að þar sé Þóra enn að fást við þau minni sem einkenna höfund- arverk hennar, minni eins og tengslin við náttúruna, þjóðtrúna og ferðina. Bókin er um margt léttari eða glaölegri I stíl og nálgun á Ijóðmáliö og er nútímalegasta Ijóðabók Þóru, þrátt fyrir að einkenni módernismans séu enn skýr, en Ijóð Þóru eru yfirleitt mjög táknsæ og knöpp og sverja sig í ætt við móderníska Ijóðahefð. Tengsl Ijóðanna í Far eftir hugsun við sagnahefð og þjóðsögur eru undirstrikuð með því að hafa tilvitnanir úr kvæða- og söngvasafni Jóns Samsonarsonar í upphafi hvers Ijóðs, sem virka sem einskonar leiðar- stef og leggja oft línuna viö lestur Ijóðsins. Þjóðsagnaljóð Þóru einkennast oft af mjög sáttu sambýli við yfirnáttúrulega vættir landsins. Dæmi um þetta er Ijóðið „Sumar- hús um vetur" en þar er sumarhúsið skiliö eftir skuggunum og auðninni á haustin. „Kannski rata þangað vofur", „Eða huldu- fólk heldur þar / nýársfagnað að hætti álfa" og „þegar geimskip lendir / I grenndinni / verða eftir fáséð för/á jörðinni". I öðrum Ijóðum birtast þó vættir sem óvættir eíns og í Ijóðinu „Þunnir veggir". Ljóðinu fylgir tilvitnunin.aldrei áttu óvættina að nefna". Ljóðmælandi vaknar um nótt og finnur ókunnuga í híbýlum sín- um sem hafa smogið gegnum þunna veggi. „Öðru sinni / hringdi bjallan í myrkri" og „að morgni / sáust spor / í snjónum" sem ekki má lýsa: Loks slæddist inn um lúguna sending Eg veit ekki enn hvernig henni verður komið fyrir Ljóðið er dæmi um táknsæi Ijóða Þóru þarsem myndmál þjóðsagnanna er notað til aö lýsa tilfinningu einangrunar og óttanum við umsátur, innrásir og jafnvel andlegar 'truflanir'. Náttúran er Þóru mjög hugleikin og birtist í mörgum myndum í skáldskap hennar. í Ijóðinu „Eins manns tjald" í Far eftir hugsun myndhverfir hún beinlínis Ijóðið i náttúrunni, en þar segir að „Mitt al- besta Ijóð / verður ögrum skorið / Þar gæt- ir sjávarfalla / því særinn er hvergi langt undan". Besta Ijóðiö ber einnig keim af brennisteini og „hripar undir hraun", það er „blásin torfa á auðum sandi / og aðskilur landsfjórðunga": Ég horfði eitt sinn á eldana renna hratt niður hlíðar Fleklu Land á frjósömum aldri verður Ijóð mitt Nokkur Ijóða Þóru taka sérstaklega til um- ræðu kynhlutverk og stöðu kvenna. „Blá tár og rauð" („Ein ber hún angur") og „FHúsið" („Hér á jörðu heimili vort er ekki") fjalla um konur, tár kvenna og konu sem hverfur úr húsi sínu, lítur ekki til baka því „Hugur hennar var fullur af sápukúlum". Líkt og algengt er með skáldkonur fór Þóra ekki að skrifa fyr en á miðjum aldri en þrátt fyrir góðar viðtökur fyrstu bókanna virðist skáldkonan ekki hafa náð að marka sér þann stað I bókmenntalandslaginu sem hún á skilið, því Ijóð hennar standast vel samanburð við mörg okkar bestu skálda. Ljóð hennar einkennast af tilgerðarlausu og öguðu myndmáli, sem er I senn látlaust og áhrifamikið. Hún nær vel að kalla fram blæ- brigði kyrrðar og átaka I Ijóöum sínum, eins og kemur vel fram bæði í „Þunnum veggj- um" og „Eins manns tjaldi". Þó eru það kannski ferðaljóðin sem sýna best hvað I skáldkonunni býr, en 'ferðin' er Þóru mjög hugleikin og I henni tákngerir hún á klass- ískan hátt tilvistarspurningar af ýmsu tagi, sem einkenna módernísk Ijóð. Ferðaljóð Fars eftir hugsun eru um margt ólík ferðaljóðum fyrri bókanna og eru næstum súrrelísk í óreiðu sinni, dregiö hefur úr angistinni og I staðinn er komin einskonar draumkennd óþreyja. Ljóðið „í fjárhúsi" er gott dæmi um þetta, en það viröist lúta lögmálum draumsins, auk þess að minna á þjóösögu: Ég beið þess að fiskbúð opnaði hinkraði I fjárhúsi Þrifalegt var um að litast uppbúin rúm I garðanum Þar hurfu mér skórnir Ég kom við í áföstu eldhúsi Kona vildi gefa mér kaffi vissi ekki um skóna Ég spurði hver svæfi I fjárhúsinu Börn auðmanna ansaði hún. Að endingu fann ég stakan skó. Staki skórinn ætti að vera tákn um hefta ferö, en þó virðist Ijóðmælandi ætla að halda ferð sinni ótrauð áfram. í Ijóðinu „Um tæpan veg" situr blindur maður undir stýri. Kona sem situr I bílnum reynir að leiðbeina honum og tekur eftir að hann sér I gegnum fingur: „Þau héldu áfram ferðinni / hugðust kaupa altaristöflu". Bíll ekur mannlaus um göturnar i rökkri miðborgarinnar i Ijóðinu „Rauður". Ljóðmælandi heldur í humátti á eftir en sér þá að „þetta er ekki bifreið / heldur rauður tarfur / sem tekur á rás / út í buskann". Ljóðinu fylgir tilvitnunin „allt er dautt sem ekki er rautt". I Ijóðinu „Svæfil- vísa" („Renni renni rekkja mín hvert sem maður vill") kemur svo í Ijós að draumar og ferðir eru náskyld fyrirbæri, en þar segir: Far draumanna dregur upp festar og siglir sinn sjó Þessi umfjöllun er unnin upp úr yfirlits- grein um skáldskap Þóru Jónsdóttur sem birtist á bókmenntavef Borgarbókasafns- ins, www.bokmenntir.is. Vefurinn er kynn- ingarvefur fyrir islenska rithöfunda. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.