Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 23

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 23
Ég geri það sem ég vil Andrea Róbertsdóttir sjónvarpskona F, eministi í mínum huga er jafnrétti kynjanna, aö vera jafnrétt- issinni. Manneskjan kemur fyrst og kyniö svo. Mér leiðast öfgar og fólk sem er duglegt viö aö dæma, en það finnst mér oft einkenna feminista. Ég reyni að vera opin fyrir sem flestum sjónarmiðum sem ég get síðar pikkað út. Akveð sjálf hvað ég vil gera, hvenær og hvernig. Ákveð sjálf hvað er vont eða gott, rétt eða rangt. Ég reyni að fylgja hjartanu og vera sönn sjálfri mér og í seinni tíð reynt að lifa með minni áreynslu og rembingi. Samt held ég áfram að vera háð árangri, og velgengni er lífsstíll fyrir mér. Allt þetta hef ég get- að gert af því að ég er kona, af því að ég er íslensk. Ég má tala, kjósa og klæða mig eins og ég vil?.. nema þá kannski fyrir feministum. Ég birtist á skjánum nokkrum sinnum í viku í wonderbra og nælon- sokkabuxum og ég klæði mig í það af því að ég vil það. Ég er ekki að gera það fyrir einhvern annan, umhverfið eða hitt kynið. Ég klæðist sokkaböndum, mála mig og fer í plokkun og litun af því að mig langar til þess. Er ég með því að viðhalda staðlaðri kvenímynd? Ég bara get ekki borið ábyrgð á öðrum en mér sjálfri. Er ég gallsúr af áhrifum og kröfum frá umhverfinu eða??? Nei, ég held að það sé vegna þess aö ég vil lifa án takmarkana en samt er ég alltaf að leita eftir viðurkenningu annara, viðurkenningu frá umhverfinu Skrítið. Þannig að ég er bara alveg púsluö yfir þessu öllu saman. Ég er spurð: „Ertu feministi?" og því á ég aö svara á 1/2 A4 síðu. Höfum það rúma 1/2 A4 síðu. Og því held ég áfram. Feministar hafa oft verið að gagnrýna hvernig konur klæöa sig, hvernig þær haga sér en samt eru þær allar eins og klipptar út úr nýjasta fréttabréfi feminista því að þær fylgja ákveðnum tískustraumum. En skitt með feminista- töflurnar og feminista-klippinguna - ég er þeim afar þakklát fyrir að reyna að bæta stöðu kvenna. Að skera skapabarma af og allur sá viðbjóður sem konur þurfa að þola. Hvað er að? Ég segi bara: ef þú vilt fylgja nýjustu feminista-tiskunni gerðu það þá kona en ef þú vilt spranga um í bikiníi á sviðinu á Broadway, gerðu það þá líka Gerðu allt sem þú vilt og aðeins meira. Ég er ekki að meina að þú eigir að brosa og kyssa tengdó fyrir rykmoppuna sem þú fékkst í jólagjöf. Troddu skaftinu frekar þangað sem sólin aldrei skín. Nema aö þú hafir beðið um rykmoppu í jólagjöf. Eða er þaö kannski bannað? Ég hef oft ætlað að fara á fund hjá Bríeti, félagi ungra feminista, til að leita svara og ætti bara að merkja það inn á fíló- faxið hér og nú svo að ég gleymi því ekki enn einu sinni. Ég er nefnilega Frk. Fílófax því að ég þarf að gera svo margt, til að ná lengra, til að reyna að fá sömu laun og maður- inn á næsta borði, til að sanna mig?.. af þvi að ég er kona. Samt eru konur menn. Karlmaöurinn er ekki óvinurinn en þetta vil ég segja aö lokum: Go girl??? girl power! Ég klæöist sokkaböndum, mála mig og fer í plokkun og litun af því aö mig langar til þess. Er ég með því að við- halda staðlaðri kvenímynd? Ég bara get ekki borið ábyrgð á öðrum en mér sjálfri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.