Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 31

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 31
'arkmið mitt með þessum skrifum er að sýna hvernig þessi orðræða umlykur rapptónlist og jafnframt aö geta mér til um ástæður þess. Áður en lengra er haldið vil ég fjalla örlítið um uppruna þessa menningarfyr- irbæris sem oft er kallað einu nafni hip hop. Hvaö er hip hop? Flestir eru sammála um að hip hop sé í eöli sínu „svört" undirstéttarmenning. Hún er sprottin upp úr fátækrahverfum New York en í byrjun áttunda áratugarins áttu sér stað harkalegar niðurskurðaraðgeröir af hendi bandaríska ríkisins sem fóru nærri því aö gera New York gjaldþrota. Þessar aðgeröir bitnuðu einna helst á velferðarþjónustu í hverfum eins og Bronx, sem fljótlega breyttust í „gettó" og glæpasamtök voru hið eiginlega yfirvald. Einhvers konar samfélag innan sam- félagsins sem enginn vildi vita af, hvorki fjöl- miðlar né stjórnmálamenn. Það er ekki að ástæðulausu sem Chuck D, forsprakki Public Enemy, einnar virtustu rapphljómsveitar Bandaríkjanna, kallaöi tónlist sína „CNN fá- tækrahverfisins". Upp úr þessum jarðvegi sprettur hip hop menningin. Tricia Rose, pró- fessor við New York háskóla, telur að hip hop hafi frá upphafi sýnt viðleitni ungra karl- manna úr fátækrahverfum til að endur- heimta sjálfsöryggið eða, eins og hún segir í bók sinni „Svörtum hávaða" (Black A/o/'se), þá kristallast í hip hopi þörf unglinga er tilheyra minnihlutahópum til að sýna fram á að það sé sitthvað í þá spunnið þrátt fyrir lélega menntun og slæm lífsskilyrði almennt. Sumir hafa haldiö því fram aö rappið hafi veitt mörgum ungum karlmönnum annan valkost en þann að taka þátt í margskonar glæpa- starfsemi. Some real motherfuckin'men Hinar sögulegu aðstæöur sem rapptónlistinn sprettur úr hafa haft mótandi áhrif á hvað telst gott í rappi. Bandaríski félagsfræðingur- inn og blaðamaöurinn Kembrew McLeod tel- ur að hugmyndir um karlmennsku séu lagðar til grundvallar þegar áreiðanleiki rapplista- mannsins er metinn, þ.e. því meiri karl i krap- inu þvi meira „ekta". En hvað þýðir að vera al- vöru karlmaður? Hvað þýðir það þegar rapp- hljómsveitin bandariska 40 Thevz hefur lag sitt Mad Doggin á því að segja: „I got my real niggaz in the house/ Some real motherfuckin' men"? Jú, McLeod telur að hugmyndir um karl- mennsku í rappi séu í eðli sínu ekkert ólíkar hefðbundnum hugmyndum um karlmennsku. Þaö er ekki nóg að vera með viðeigandi kyn- færi heldur þarf maður líka að haga sér á karlmannlegan hátt. Að vera karlmaður þýðir að menn verða að vera harðir af sér og hark- an tekur oft á sig ofbeldisfullar myndir á meðan kvenlegt þykir að vera mjúkur og til- finninganæmur. Sá rapplistamaður sem sennilega hefur átt einna mestu fylgi að fagna meðal kvenfólks er LL Cool J. Hann hefur samið ógrynni af ballöðum og fyrir vik- ið hafa aörir rapparar sagt um hann í niðr- andi tón að 99 prósent aðdáenda hans gangi i háhæluðum skóm. Þetta þýðir í raun að áreiðanleiki hans sem alvöru rappari sé í hættu vegna meintrar tilfinningasemi í garð kvenna. LL Cool J hefur því verið auðvelt skotmark annarra „alvöru" rappara sem ásaka hann um kvenlegheit og samkynhneigð. Hiö svarta villidýr Af hverju er þessi harðnaglaímynd svona áberandi í rappinu? Ég hef áður minnst á þá hugmynd að hip hop menningin sé afsprengi bágra lífsskilyrða í fátækrahverfum banda- rískra stórborga. Ungir karlmenn hafi því þurft að vera harðir ef þeir ætluðu að komast af. Haft var eftir lce Cube, virtum rapplista- manni frá Bandaríkjunum, að það væru ekki eingöngu yfirvöld sem hindruðu framgang svarta (karl)mannsins heldur einnig konur, einna helst svartar konur. Menningarpostular í Bandaríkjunum, bæði svartir og hvítir, hafa velt fyrir sér ástæðu þeirra tilfinninga sem ungir svartir karlmenn bera til kvenna. Hvað er það í „svartri" menningu sem veldur þessu? Ýmsir fræöimenn hafna þessari spurningu. Meöal þeirra er bandaríski menningarfræð- ingurinn bell hooks. Að konur séu fyrirlitnar er ekkert nýtt, segir hún, hvernig rapparar tala um konur endurspeglar einungis þau gildi og viðmið sem eru ríkjandi í samfélagi hvíts feðraveldis. Vissulega eiga rapparar að bera ábyrgð á gjörðum sínum en það sé frá- leitt að skella skuldinni eingöngu á þá, en hooks telur að þaö sé verið aö gera unga svarta karlmenn að blórabögglum og ekki í fyrsta sinn. Aö mati hennar hafa svartir karl- menn ætíð verið niðurnjörvaðir í hlutverk „hins svarta villidýrs" í bandarískri dægur- menningu. A öðrum áratug síðustu aldar birtust svartir karlmenn okkur i líki Gus i kvikmynd D.W. Griffith, „Fæðingu þjóðar" [Birth of a nation), en hann var ofbeldisfullur glæpa- maður með óseöjandi lyst á hvítu kvenfólki. í „blaxploitation" myndunum svokölluðu, eins og Shaft (1971) og Superfly (1972), hafði hinn svarti karlmaður að vísu meiri stjórn á kynhvötinni en var samt sem áður mjög kyn- ferðislegur í öllu atferli. Hann notaði aðdrátt- arafl sitt óspart til aö koma konum í rúmið en þær gátu jafnan ekki staðist persónutöfra að- alhetjunnar og komu yfirleitt ekki viö sögu nema innan veggja svefnherbergisins. Sam- kvæmt hooks er þetta ennþá sú mynd sem birtist af svörtum karlmönnum og ekki síður svörtu kvenfólki, sem oftast nær eru viljalaus verkfæri i höndum karlhetjunnar. Hooks kann mörgum hip hop listamönnum litlar þakkir fyrir að endurskapa í sífellu ímyndina um „hið svarta villidýr" og telur aö þetta geti reynst mannréttindabaráttu svartra fjötur um fót. íslenskir harönaglar Það eru ekki bara svört ungmenni í fátækra- hverfum bandarískra stórborga sem hlusta á rapp og hrifast af hip hop menningu. Um síð- Aö mati bell hooks hafa svartir karlmenn ætíð verið niöurnjörvaöir í hlutverk „hins svarta villidýrs" í bandarískri dægurmenningu. bell hooks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.