Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 6

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 6
Spurning mánaðarins Hver er uppáhalds femínistinn þinn? Baldur Már Jónsson Mér finnst Jóhanna Sigurðardóttir langflottust. Arinbjörn Hauksson Ég veit það ekki, þetta eru allt brjálaðar konur. Sólveig Stefánsdóttir Nicole Kidmann, hún er yfirlýstur femínisti. Sigurbjörg Viðarsdóttir Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra. Hanna Kristín Stefánsdóttir Loftur Guttormsson, hann er femínisti frá toppi til táar. Loftur Guttormsson Tja, fyrir utan mig sjálfan, er það auðvitað Simone de Beauvoir. Ég kynntist verkum hennar árið 1967 og hún er í miklu uppáhaldi. Þröstur Ólafsson Vigdís Finnbogadóttir auðvitað! Hún verður að teljast í uppáhaldi hjá mér. Þórunn Klemensdóttir Ég þekki enga femínista, nema auðvitað Þröst nokkurn Ólafsson Lesendabréf Feguröin og launaskalinn Sæl Vera! Ég er búin að vera að velta fyrir mér fréttum af síðustu launa- könnun VR. Mér finnst þessar kannanir svolítið skemmtilegar. Þær varpa svolítið hulunni af leyndardómnum á bak við launamuninn, jafnframt því að gera svolítið grín að honum í leiðinni. Fjölmiðl- arnir hafa hins vegar gert þeim undarleg skil og slegið fram að það merkilegasta í könnuninni sé t.d. aö fríðar konur fái hærri laun en ófríðar. Þetta þykir þeim merkilegt og ekki laust við að maður sjái fyrir sér karlfréttamennina glotta meðan þeir skrifa fréttapistla í þessum dúr. Ha, ha, ha the pretty ones gets it all! Svona eins og nú hljóti allar konur að flykkjast í lýtaaðgeröir til að fá hærri laun. Þegar maður (eða náttúrulega kona) svo skoðar könnunina betur kemur í Ijós að það eru þær konur sem gefa sjálfri sér háa einkunn á útlitsskalanum sem eru á hærri launum en hinar. Nú er hugtakið „fallegt" afskaplega afstætt en gerum ráð fyrir að flestar íslenskar konur, aldar upp á Marie Clarie og Cosmopolitan, líti á svipað útlit sem fallegt, þ.e.a.s. útiteknar, hraustar, grannar og hávaxnar konur með heilbrigt hár eru falleg- ar! Er þetta ekki nokkurn veginn uppskriftin? Þessi fréttaflutning- ur er búinn að fara svolítið í taugarnar á mér því mér finnst svo augljóst að hvort sem þessar konur sem gefa sér háa einkunn á útlitsskalanum séu í raun með þetta Marie Claire útlit eða ekki þá er það ekki það sem færir þeim háu launin heldur einfaldlega sjálfstraustið. Það þarf nefnilega bæði gott sjálfstraust til að gefa sér háa einkunn á útlitsskala og til að biðja um launahækkun! Það segir sig sjálft að ef þú ert örugg með þig ertu ákveðnari í launa- viðtölunum, ekki satt? Hvers vegna í ósköpunum eru fjölmiðlar alltaf svona uppteknir af útliti kvenna? Meira að segja þegar kem- ur að því aö skoða launamun þá er útlit versus laun það sem er mest spennandi að skoða. Eru þessar hátt launuðu VR konur ekki bara einfaldlega með sjálfstraustið í lagi? Er þá ekki gáfulegra fyrir fréttamenn að blása það upp að konur sem eru með gott sjálfstraust séu með hærri laun? Ég vona svo sannarlega að VR haldi áfram að gera kannanirnar eins gagnlegar og skemmtilegar og hingað til en ég vildi óska að fjölmiðlar geri þeim betri og mál- efnalegri skil í framtíðinni. Áfram fallegar og flottar VR konur! Sólveig Jónasdóttir VERA ER FLUTT Ritstjórnarskrifstofur Veru fluttu sl. áramót úr Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, vestur á Ægisgötu 4, í gamalt verslunarhúsnæði á götuhæð þar sem aðstaða er öll þægilegri og betri. Vera leigir húsnæöið ásamt Lauru Valentino útlitshönnuði blaðsins og Verksmiðjunni - hönnun og ráðgjöf, sem er nýtt fyrirtæki í eigu þriggja grafískra hönnuöa og tveggja viðskiptafræðinga. Bríet félag ungra feminista heldur fundi sína i húsnæðinu. Símanúmer Veru er: 552 6310.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.