Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 64

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 64
hersetin voru. Um konursem lögðu lag sitt við erlenda hermenn og særðu þar með stolt þjóðarinnar. Þær fengu mak- leg málagjöld, voru snoðaðar og niður- lægðar á torgum úti, öðrum til viðvör- unar. Úr fjötrum En nú er komin út bók sem bregður upp annarri mynd af hlutskipti kvenna á þessum árum. Þar er fjallað um konur af meiri skilningi en áður enda er sag- an skoðuð út frá því sjónarhorni aö að- stæður leiki kynin mismunandi. Herinn umturnaði öllu og bókin skýrir hvers vegna sumar þessar breytingar reynd- ust kærkomnar konum. Þá er ekki ein- blínt á glæsimenni í úníformum sem dobbluðu dömurnar heldur lífskjör kvenna sem bötnuðu til muna þegar þeim bauðst vinna fyrir önnur og sæmilegri laun en þær áttu að venjast hjá íslenskum húsbændum sínum. Þessi bók er Úr fjötrum - íslenskar konur og erlendur her eftir mannfræðinginn Herdísi Helgadóttur. Herdís byrjar á því að rekja þróun íslensks þjóðfélags frá fyrri aldamótum og fram að hernámi. Sá aðdragandi gefur lesanda forsendur til að skilja hvers vegna hernámið hafði þau víð- tæku áhrif sem raun varð á. Herdís vitnar í orð Jóhönnu Egilsdóttur þar sem sagt er frá launavinnu kvenna og kjörum þeirra á árunum 1917-1920: „En í þá daga unnu ekki aðeins karl- menn á eyrinni heldur einnig konur. Þá var ekki óalgengt að sjá konur rogast með kola- og saltpoka á bakinu við hlið karlmannsins. Ekki höfðu þær þó sama kaup og þeir þrátt fyrir sömu vinnu. Nei, kaup karla var 25 aurar á tímann en kvennakaupið ekki nema 12 aurar." Þá segir Jóhanna frá hinni ört vax- andi vinnukonustétt: „Sú stétt kvenna, sem vinnukonur nefndist, hafði 5 krón- ur í laun á mánuði. En svo skammt voru þessar konur frá því aö geta talizt amb- áttir húsbænda sinna, að þær voru sendar á eyrina eða í fiskvinnu - ekki fyrir þessa 12 aura á tímann, ónei, heldur sitt fasta mánaðarkaup sem vinnukonur. Síðan hirtu húsbændurnir tímakaupið, sem þær höfðu unnið fyrir við höfnina eða á fiskreitnum." Bretavinnan Á kreppuárunum urðu einstæðar konur fyrir aðkasti fyrir að taka lífsbjörgina frá karlmönnum. Vinnutíminn var langur og launin smánarleg. Því á hreinasta bylting sér stað þegar breski herinn skapar mikla þörf fyrir vinnuafl, bæði karla og kvenna. Húsmæðrum var borgað vel fyrir að þvo af hermönnun- um. Þá spruttu upp „sjoppur" og kaffi- hús þar sem hinn óbreytti hermaður gat haldiö á sér hita og fengið sér snarl. (Herdís segir frá því að óbreyttir bresk- ir hermenn hafi búið í tjöldum langt fram á vetur!) Örvænting grípur ís- lenska atvinnurekendur þegar þeir sjá íslensku ambáttirnar renna úr greipum sér. Þegar slíkt óöryggi grípur um sig er vísað til sjálfstæöis og menningar þjóð- arinnar. Eins og Mjallhvítu forðum eru íslensku konurnar varaðar við að hleypa hermönnum inn fyrir þröskuld- inn heima hjá sér - fataþvotturinn er geröur tortryggilegur og margar konur sjá af þessari ágætu tekjulind fyrir vikið. Vel hirtir í einkennisbúningi Við upphaf hernáms hvetur Hermann Jónasson forsætisráðherra þjóðina til að koma fram við herinn eins og gesti, en smám saman finnst mörgum körlum nóg um gestrisni sumra kvenna. Bandaríkjamenn hafa eflaust verið full- ir sjálfstrausts gagnvart innfæddum keppinautum sínum, en í fréttablaðinu Life 21. júlí 1941 er haft eftir Bertil Erie Kuniholm, ræðismanni Bandaríkja- manna á íslandi: „... að mikið af þeim fjandskap sem íslenskir karlar sýndu hermönnum hafi að sínu áliti stafað af því að samkvæmt íslenskum hefðum voru konur í óæðri félagslegri stöðu. ís- lenskar konur hefðu haft stöðu sem nokkurs konar „ambáttir og lausafé" (chattels) og hann hefði tekið eftir því að á opinberum vettvangi hefðu karlar sem fylgdarmenn þeirra sýnt þeim mikla ókurteisi." (bls. 193) I dagbók hermanns sem hér dvaldi og brot birtist úr i ævisögu lögreglu- stjóra (Agnar Kofoed-Hansen) segir svo hinn 17. júlí 1941: „Að horfa upp á ís- lenska æsku, einkum og sér i lagi hve yfirgnæfandi meirihluti ungra karla er einkennilega framtakslaus í umgengni við konur, er mikið áhyggjuefni eldri kynslóðinni, sem hefur fyrir augunum hve innfæddir karlmenn fara jafnt og þétt halloka gagnvart íslensku kven- fólki í ójafnri samkeppni við Ijómann sem stafar af velhirtum útlendingum í einkennisbúningi. Þessi ójafni leikur stafar að mínu viti af nöturlegri erfða- venju í þessu landi. Hún hefur þokað konunni í skuggann af karlmönnum í þeim mæli að þær hafa þurft að sæta og sæta enn þjóðfélagsstöðu sem er litlu hærri en ambáttar." (bls. 193-194). Veikar á svellinu þegar á reynir Herdís rekur þá múgsefjun sem átti sér stað í garð kvenna sem samneyti höfðu við hermenn. Hún segir umræðuna hafa náð hámarki þegar Vilmundur Jónsson landlæknir sendi dómsmála- ráðuneytinu bréf dagsett 11.júlí 1941 með yfirskriftinni „Um saurlifnað í Reykjavík og stúlkubörn á glapstigum". Hann segir ástandið ekkert segja nema sannleikann um það hve veikt islenskt kvenfólk er á svellinu þegar á reynir. Landlæknir óttast að Island verði vændiskvennabúr fyrir þau stórveldi sem hingað telja sig eiga erindi og leggur því til að þessar konur og stúlk- ur verði teknar úr umferð og sendar á vinnuhæli á afskekktum stað og þær látnar búa viö „holla vinnu, gott atlæti og heilbrigðan aga". Síðan verði haft nákvæmt eftirlit lögreglu og barna- vendarnefndar með þeim 12-16 ára stúlkum sem eftir verða í borginni (!!!). Ertu búinn að gleyma því? Um þetta ofstæki er fjallað í fyrrnefnd- um æviminningum Aðalheiðar Hólm Spans. Þar segir frá borgarafundi í Tjarnarbíói þar sem einn af prófessor- um Háskólans talaði um spillinguna: „Þegar orðið var gefið laust reis Laufey Valdimarsdóttir úr sæti sínu og gekk upp á sviðið, heldur þung á sér og þreytuleg. Hún fór ekki í pontu heldur 1. Aö stríöinu loknu tók við vöruskortur og viöskiptahömlur og því var algengt að sjá biðraöir viö búöir. 2. I Reykjavík voru átján til nítján þúsund her- menn, þá mátti sjá hvar sem farið var um bæinn. 3. Börnin lööuöust mörg aö hermönnunum enda áttu þeir það til að gauka að þeim ein- hverju góðu. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.