Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 52

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 52
óhæf móðir á okkar tíma mælikvarða, því hún situr ekki viö sjúkrabeð sonar síns, en finnst þó aöfinnsluvert hve lengi Harville hjónin séu fjarvistum frá börnum sínum og segir siðan frá því í næstu andrá að hún geti alveg skropp- ið sjálf til Bath í nokkrar vikur og tengdaforeldrarnir geti bara séð um börnin á meðan. Börnin virðast ein- göngu vera til þess að fá athygli út á þau en ekki til þess að veita þeim at- hygli. Lady Middleton í Sense and Sensibility er ein þessara mæðra sem eru sýndar þannig að þær verða í senn hlægilegar og fyrirlitlegar. „Kærleiksrík móðir, er ávallt í leit að hrósi í garð barna sinna, er gráðugust allra, og einnig trúgjörnust, kröfur hennar eru gengdarlausar, en hún kyngir hverju sem er, og því voru yfir- gengileg væntumþykja og þolinmæði frökenanna Steele gagnvart afkvæm- um hennar, í augum Lafði Middleton, meðtekin án nokkurrar undrunar eða efasemda ... Það eina sem vakti undrun var að Elinor og Marianne skyldu sitja hjá án þess að taka þátt í því sem var að gerast." Þannig er enn og aftur móðurhlut- verkið sýnt sem sjálfhverft og eigin- gjarnt og engum til góðs. Enda taka svo skynsamar stúlkur sem Elinor og Mari- anne ekki þátt í þessum fíflagangi, hvað þá að þær hugsi sér að taka á sig þetta illa þokkaða móðurhlutverk sjálf- ar. Börn eru besta fólk Viðhorf til barnanna sjálfra eru þó já- kvæð í bókunum, það eru bara foreldr- ar þeirra sem eru flestir mjög mis- heppnaðir, ef ekki beinlínis grimmir eins og Tilney hershöfðingi í Northanger Abbey sem heldur dóttur sinni í heljargreipum og rennir auk þess hýru auga til Catherine vinkonu henn- ar. Frk. Norris, móðursystir Fannyar, lít- ur á það sem sjálfsagt að sinna systra- börnum sínum en hún gerir minna af framkvæmdum á því sviði. Emmu, í samnefndri bók, finnst hinsvegar systrabörn sín voða skemmtileg og sér fyrir sér að hafa af þeim mikið gagn og gaman í ellinni, þótt sjálf ætli hún auð- vitað ekki að eignast börn. Emma lítur greinilega svo á að börn séu til mikilla nytsemda sem félagsskapur. En þá er hún varla að tala um smábörn. Líklegra er að hún vilji fá að móta einhverja frænkuna í sinni mynd, eins og hún ætlaði sér með Harriet, sæta og góða en ættlausa stelpu, sem henni fannst að ætti að komast í raðir fína fólksins. Tilgangur hjónabanda Karlpersónurnar hafa heldur engan hug á barneignum, þótt undarlegt megi virðast. Þeir minnast aldrei á að eignast erfingja eða einhvern til að taka við ættaróðalinu eða halda við nafni ættarinnar. Þeir vilja bara konu, en hafa svo sem til þess ýmsar ástæður. Af öllum bónorðum allra bókanna þá ber bónorð Collins til Lizzyar af, eins og lesa má um í Hroka og hleypidómum. Allir játa biðlarnir á einhvern hátt ást sína en Collins útlistar afhverju hann vill kvænast: í fyrsta lagi þá setji hann sem prestur gott fordæmi í sókninni með því að ganga í hjónaband. í öðru lagi muni það auka mjög á hamingju hans og - í þriðja lagi eru fyrir því ýms- ar ástæður(l), svo sem eins og þær að Lady Catherine er það þóknanlegt og hún mun koma að heimsækja hann og eiginkonu hans, og Lizzy mun falla henni vel í geð. Svo væri hann líka að gera Lizzy mikinn greiða því að hún fengi þá áfram að búa í húsinu sem hún er alin upp í. En, ekki frekar en í öllum hinum bónorðunum, ekki einu orði minnst á barneignir. Charlotte kann betur að meta bónorö Collins heldur en Lizzy gerir, og hennar ástæð- ur eru þessar: Þaö er seinni tíma uppfinning aö snýtingar og skeiningar séu göfgandi, fínar frúr fyrri tíma komu ekki nálægt slíku. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.