Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 28

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 28
Ásthildur María eina sem er auðsjáanlega eftir er launamis- munurinn, en aftur á móti er erfitt að rekja nánar af hverju hann er. Sumir vilja meina að það sé markaðnum að kenna, að í samn- ingum á opinberum markaöi setji konur ekki nægilega háar kröfur. Díana Dúa: Já, eru þetta ekki bara við sjálfar? Hildur Fjóla: Hluti af þessu er aö konur hafa ákveðna minnimáttarkennd. Svo er líka pirrandi að heyra sögur eins og kemur svo oft fyrir um að konur fái lægri laun en karlmaður í sama starfi á þeim forsendum að hann er fyrirvinna en ekki hún. Fyrir- vinnuhugtakið virðist ennþá vera lifandi þó aö það sé auðvitað orðin gjörsamlega úrelt hugmynd. Ásthildur Að húsbóndinn þurfi að sjá fyrir heimilinu og fjölskyldunni en ekki eig- inkonan. Díana Dúa: Konur hlaupa líka alltaf heim frá vinnu þegar börnin eru veik. Ég held að við þurfum að berja svolítið í borðið til þess að fá jafnrétti, til þess að svona hlutir hætti að teljast sjálfsagöir. Vinnuveitendur líta nefnilega á þetta þegar þeir eru að ráða fólk. Ásthildur Kvennabaráttan hlýtur þá að veröa að snúa sér að því að breyta hugsun- arhættinum í samfélaginu til þess að reyna að losa konur undan þessum skyldum, að þær hætti aö vera sjálfsagðar fyrir þær en ekki þá. Ef femínismi hefur komid okkur svona langt, hversvegna er hugtakið ennþá notað á jafn neikvœðan hátt og það virðist vera? Ásthildur Ég skil það ekki. Hildur Fjóla: Einmitt, þaö er svo merki- legt! Eins og með rauösokkahreyfinguna. Það er skammaryrði í dag. Ef maður segir eitthvað um jafnréttismál er iðulega spurt hvort maður sé „einhver rauðsokka", sem er mjög einkennilegt því rauðsokkurnar börð- ust á sínum tíma fyrir hlutum sem við telj- um vera sjálfsögð réttindi okkar i dag. Pen- ingalegt sjálfstæði kvenna, löglegar fóstur- eyðingar, fleiri leikskólar til að auðvelda konum að fara út á vinnumarkaðinn. Samt er rauðsokkugrýlan alltaf.... já einmitt þetta, grýla. Díana Dúa: Það sem stendur sjálfri mér næst í sambandi við jafnréttismál er að ég varð fyrir því fyrir ekki svo löngu síðan að ég var rekin úr Ungfrú ísland keppni því ég hafði setið fyrir hjá Playboy. Aftur á móti var í lagi að karlmaður sem haföi setið fyrir í mun klúrara tímariti yrði kosinn Herra ísland. Ég fór náttúrulega í mál en vann það ekki. Elín Anna: Ég man eftir þessu, þetta voru svakalegar myndir af honum... Diana Dúa: Þetta finnst mér vera mis- rétti á hæsta stigi. Ungir krakkar eiga að fá einhverskonar geislabaugs imynd af konum, en hvaða skilaboð er hann að senda? Hvað er samfélagið að segja með þessu? Að þaö Ég var rekin úr Ungfrú Island keppni því ég haföi setið fyrir hjá Play- boy. Aftur á móti var í lagi aö karlmaöur sem haföi setið fyrir í mun klúrara tímariti yröi kos- inn Herra ísland. -Díana Dúa sé í lagi að litlir strákar hafi svona fyrir- myndir en að konur þurfi aftur á móti að vera hreinar meyjar fram að þrítugu? Ásthildur Þess vegna finnst mér einmitt svo merkilegt þegar fólk er að segja að þaö sé komið jafnrétti. Ef við skoðum bara öll þessi litlu atriði saman sjáum við að það er ekki satt. Hvaða skilaboð senda fegurðarsamkeppnir? Díana Dúa: Mér finnst þær allt í lagi. Ör- ugglega mjög gaman fyrir þær sem taka þátt og allt það, en ég hef samt mjög lítið álit á bransanum eftir mína reynslu af því að þaö er greinilega ekki sama hvort þú ert karl- maður eða kona. Það gilda ekki sömu reglur sem að sjálfsögðu ætti að vera raunin. Ásthildur Það er ofsaleg mótun sem á sér stað þarna, þarna er einmitt verið að búa til þessa ímynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.