Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 44

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 44
Irm3 hefur skrifstofu í aöalbyggingu Háskóla íslands og starfar þar í námunda viö systur sína, Rósu Erlingsdóttur, sem er jafnréttisfulltrúi Háskólans og stýrir einnig átaksverkefninu Konur til forystu - jafnara námsval kynjanna. Irma hefur einnig náið samstarf við Þorgerði Einarsdóttur sem er fyrsti lektor í kynjafræðum við Háskólann en bæði þessi störf urðu til vegna þrot- lausrar vinnu kvenna innan Háskólans sem börðust m.a. fyrir því að kvennafræðilegar rannsóknir yrðu stundaðar innan skólans og komið yrði á kennslu í kvennafræðum. Árangur starfs þeirra var m.a. stofnun Rannsóknastofu í kvennafræðum sem var formlega stofnuð 25. ágúst 1991. I fyrstu stjórn stofunnar sátu Auður Eir Vilhjálmsdóttir skipuð af guðfræðideild, Guðný Guðbjörnsdóttur úr félagsvísindadeild, Guðrún Ólafs- dóttir úr raunvísindadeild, Helga Kress úr heimspekideild, Kristín Björnsdóttur frá Námsbraut í hjúkrunarfræði og Ragnheiður Bragadóttir úr lagadeild. Þegar Irma rifjar upp söguna segir hún að hana megi rekja aftur til áttunda áratugsins þegar fræðikonur tóku að leggja stund á kvennarannsóknir, einkum í bókmennt- um, félagsvísindum og sagnfræði og komu síðan á fót kennslu í kvennabókmenntum og kvennasögu á níunda áratugnum. Þær stóðu einnig að merkilegri ráðstefnu um kvennarannsóknir í Odda haustið 1985 þar sem tugir fræðikvenna kynntu rannsóknir af fimmtán fræða- sviðum. Ráðstefnan var mjög fjölsótt, jafnt af fólki innan og utan Háskólans og í kjölfar hennar var Áhugahópur um kvennarannsóknir stofnaður af konum af hinum ýmsu fræðasviðum Háskólans. Markmið hópsins var að vinna að því að koma á fót rannsóknastofnun í kvenna- fræðum við Háskólann, eins og gerst hafði við erlenda háskóla á áttunda áratugnum, og að boðið yrði upp á nám í kvennafræðum innan skólans. Hópurinn stóð einn- ig fyrir fyrirlestrum um kvennarannsóknir og sá um út- Auknar jafnréttisrannsóknir rætt viö Irmu Erlingsdóttur forstöðumann Rannsóknastofu í kvennafræðum 11 LL af því sem áhugafólki um málefni kynj- anna þykir ómissandi yfir vetrartímann er að sækja fyrirlestra, eöa svokölluö röbb, í hádeginu annan hvern fimmtudag á vegum Rann- sóknastofu í kvennafræöum. Á þessum fundum hafa mörg athyglisverð mál verið rædd og eru röbbin góður mælikvarði á þann áhuga sem er á kvenna- og kynjafræðum því oft er þar fullt út úr dyrum. En Rannsóknastofan hefur fleiri verkefni á sinni könnu. í tilefni þess að nýlega átti stofan 10 ára afmæli ræddi Vera við Irmu Erlingsdóttur forstöðumann Rannsóknastofu í kvennafræðum. hlutun á fé til rannsóknaverkefna, en árið 1987 var samþykkt á Alþingi að veita einni milljón króna til kvennarannsókna á fjárlögum. Þessi árangur náðist fyrir dugmikla baráttu kvenna á Alþingi en Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, þingkona Kvennalistans, var fyrsti flutningsmaður slíkrar tillögu í tvígang en í umræðum um tillöguna kom fram mikil vanþekking og fordómar nokkurra karlkyns þingmanna á kvennarannsóknum. Fjárveitingin rann síðan til Rannsóknastofu í kvenna- fræðum eftir að hún var stofnuð og var lengst af eini fasti tekjuliður hennar. Rannsóknastofan stóð fyrir annarri ráðstefnu um íslenskar kvennarannsóknir haustið 1995 og haustið 1996 náðist markmiðið um 30 eininga nám í kvennafræðum við skólann. Heiti greinarinnar var síðar breytt í kynjafræði. Fé til jafnréttisrannsókna Irma segir að timamót hafi orðið i starfsemi Rannsóknastofunnar sumarið 2000 þegar geröur var samstarfssamningur milli Reykjavíkurborgar og Háskólans um að koma á fót stöðu forstöðumanns stof- unnar. Markmið samningsins er að efla rannsóknir á sviði kynja- og kvennafræða innan Háskólans og skuldbatt borgin sig til að greiða helming kostnaðar við stöðuna til þriggja ára á móti Háskólanum. Irma var ráðin í þetta starf en hún hafði nokkru áður verið deildarstjóri stof- unnar í hálfu starfi, auk þess að hafa starfað sem stunda- kennari í frönsku við heimspekideild í þrjá vetur. í samn- ingnum segir að starf forstöðumanns eigi að greiða fyrir rannsóknum á sviði jafnréttismála, ýmist meö eigin rannsóknavinnu forstöðumanns, þátttöku Rannsókna- stofunnar í norrænum og evrópskum rannsókna- áætlunum eða með því að hvatt verði til jafnréttis- rannsókna meðal vísindamanna og framhaldsnema við Háskóla Islands. „Með því að hafa nú sérfræðing í fullu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.