Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 22

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 22
þá er ég feministi Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ Feministar eru þær/þeir sem aöhyllast þetta grundvallar- sjónarmið um jafnrétti og mannréttindi og vinna aö framgangi þess. u ■ I ver er feministi? Hvað er að vera feministi? Þrátt fyrir að feminismi sé vel þekkt hugtak úr jafnréttisum- ræðunni verð ég að viðurkenna að þegar á reyndi hafði það ákaflega óljósa merkingu í mínum huga. Eg hef fyrst og fremst tengt það Rauðsokkuhreyfingunni og róttæk- um og framsæknum baráttukonum fyrir jafnrétti á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Og sjálfum hefur mér ekki dott- ið í hug að kalla mig feminista þótt ég telji mig jafnrétt- issinna og baráttumann fyrir þeirri lífsskoöun. Klassísk skilgreining á feminisma hljóðar eitthvað á þessa leið: samfélagssýn sem gengur út frá að kynin, konur og karl- ar, skuli njóta jafnréttis á öllum sviöum samfélagsins, í stjórnmálum, efnahagslífinu og félagsgerðinni allri. Feministar eru þær/þeir sem aðhyllast þetta grundvallar- sjónarmið um jafnrétti og mannréttindi og vinna aö framgangi þess. Feministar benda á að konur og karlar njóta ekki sama réttar og möguleika í samfélaginu og að konur hafa meðvitað og kerfisbundið verið beittar mis- rétti og þeim verið mismunað í samfélagi sem hefur ver- ið gegnsýrt af hugmyndum gamla feðraveldisins. Og birtingarmyndirnar eru margar og ólikar úti í þjóöfélag- inu og inni á heimilunum. Á vinnumarkaðinum sést þetta gleggst á kerfislægum launamun kynjanna og afstöðu samfélagsins til hefðbundinna „kvennastarfa". Verkefni feminista er að uppræta þetta misrétti. Það verður ein- ungis gert með því að setja spurningamerki viö allt sem er, leita að viðmiðum og framkvæmd sem byggja á jöfn- um rétti og jöfnum möguleikum kynjanna og vinna að framgangi þeirra. Ef feministi er hversá sem aðhyllist þá lífsskoöun sem hér hefur verið lýst og hagar sér í samræmi við hana, þá væri mér mikill heiður af því aö vera kallaður feministi. Um leið er mikilvægt aö viðurkenna að það hljóta, eðli málsins samkvæmt, að vera konurnar sjálfar sem hér eftir sem hingað til verða í forystu fyrir réttindabaráttu kvenna. Þótt margt hafi áunnist í jafnréttis- málum síðustu áratugi eru fjölmörg verkefni enn óunnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.