Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 8

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 8
,Vertu þú sjálf" segja Ijóöskáldin Anna Rúna, Díana og Inam Mynd: Þórdís Þær eru vinkonur og eiga þaö sameiginlegt aö yrkja Ijóð til aö tjá tilfinningar sínar og vinna úr öllu því áreiti sem fylgir því aö vera ung kona. í haust ákváöu þær aö gefa sam- an út Ijóöabók og nefndu hana RYK, eftir upphafsstöfum ættar- og fööurnafna sinna - Rivera, Yasin, Kristins. Bókina selja þær sjálf- ar og á vinnustöðum sínum, Sirkus við Klapparstíg og Súfistanum í Bókabúð Máls og Menningar við Laugaveg og Strandgötu Hafnarfirði. Bókin fæst einnig í Hljómalind (næsta hús við Sirkus) svo það má segja að RYK sé svolítið bundin við menningarsvæðið á horni Klapparstígs og Laugavegs. Díana Rós Rivera, Inam Rakel Yasin og Anna Rúna Kristinsdóttir eru 18 ára nemendur viö Mennta- skólann viö Hamrahlíð. Pabbi Díönu er frá Nig- aragua og hún bjó í Svíþjóö þegar hún var barn. Pabbi Inam er frá Líbanon og hún bjóð í Saudi-Ar- abíu til 4 ára aldurs. Anna Rúna er hins vegar af Álftanesinu og þær Inam urðu vinkonur í Gagn- fræðaskóla Garðabæjar en kynntust Diönu í MH. Þær segja að tjáningarþörfin hafi snemma komið í Ijós og þær hafi haft gaman af að skrifa sögur og ritgerðir þegar þær voru yngri. Kennsla í íslenskum Ijóðum varð þeim hins vegar engin sérstök hvatning til að semja sjálfar Ijóð. „Við þurftum að læra gömul Ijóð utanbókar og fengum engan sérstakan innblástur við að læra nú- tímaljóð því þau voru krufin svo djúpt og oftúlkuð að okkar mati. Þörfin fyrir að skrifa kom bara við það að vinna úr þeim tilfinningum sem bærast innra með okkur. Það er orðinn vani hjá okkur að skrifa Ijóö, hluti af því að vera til og hugsa. Eftir að hugmyndin að útgáfu bókarinnar kvikn- aði drifu þær í að framkvæma hana með góðri hjálp vina og vandamanna. Mamma Díönu hjálpaði við kynningarstarfið og hvatti þær áfram og vinur þeirra, Vilhjálmur I. Vilhjálmsson, setti bókina upp ókeypis. Þær fengu líka góðan samning um prent- un bókarinnar. „Það er endalaust áreiti í samfélaginu sem ungt og óharðnað fólk er viðkvæmara fyrir en það eldra. Stundum finnst okkur baráttan við að standast all- ar kröfurnar vera vonlaus. Þessi þrýstingur hefur áhrif á okkur, hvort sem viö viljum það eða ekki. Stundum er sagt að útlitið skipti ekki máli en það eru oft bara orðin tóm. Þegar upp er staðið fara flestir eftir útlitskröfunum sem samfélagið setur og dæma fólk eftir þeim. Þess vegna er mikilvægt að reyna bara að vera þú sjálf - og þá er gott að hafa Ijóðin til að styrkja sig i því," segja þær stöllur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.