Vera - 01.02.2002, Side 8

Vera - 01.02.2002, Side 8
Mynd: Þórdís „Vertu þú sjálf" segja Ijóðskáldin Anna Rúna, Díana og Inam Þær eru vinkonur og eiga það sameiginlegt að yrkja Ijóð til að tjá tilfinningar sínar og vinna úr öllu því áreiti sem fylgir því að vera ung kona. í haust ákváðu þær að gefa sam- an út Ijóðabók og nefndu hana RYK, eftir upphafsstöfum ættar- og föðurnafna sinna - Rivera, Yasin, Kristins. Bókina selja þær sjálf- ar og á vinnustöðum sínum, Sirkus við Klapparstíg og Súfistanum í Bókabúð Máls og Menningar við Laugaveg og Strandgötu Hafnarfirði. Bókin fæst einnig í Hljómalind (næsta hús við Sirkus) svo það má segja að RYK sé svolítið bundin við menningarsvæðið á horni Klapparstígs og Laugavegs. Díana Rós Rivera, Inam Rakel Yasin og Anna Rúna Kristinsdóttir eru 18 ára nemendur við Mennta- skólann við Hamrahlíð. Pabbi Díönu er frá Nig- aragua og hún bjó í Svíþjóð þegar hún var barn. Pabbi Inam er frá Líbanon og hún bjóð í Saudi-Ar- abíu til 4 ára aldurs. Anna Rúna er hins vegar af Álftanesinu og þær Inam urðu vinkonur i Gagn- fræðaskóla Garðabæjar en kynntust Díönu í MH. Þær segja aö tjáningarþörfin hafi snemma komið í Ijós og þær hafi haft gaman af að skrifa sögur og ritgerðir þegar þær voru yngri. Kennsla í íslenskum Ijóðum varð þeim hins vegar engin sérstök hvatning til að semja sjálfar Ijóð. „Við þurftum að læra gömul Ijóð utanbókar og fengum engan sérstakan innblástur við að læra nú- tímaljóð því þau voru krufin svo djúpt og oftúlkuð að okkar mati. Þörfin fyrir að skrifa kom bara við það að vinna úr þeim tilfinningum sem bærast innra með okkur. Þaö er orðinn vani hjá okkur að skrifa Ijóð, hluti af því að vera til og hugsa. Eftir að hugmyndin að útgáfu bókarinnar kvikn- aði drifu þær í að framkvæma hana með góðri hjálp vina og vandamanna. Mamma Díönu hjálpaði viö kynningarstarfið og hvatti þær áfram og vinur þeirra, Vilhjálmur I. Vilhjálmsson, setti bókina upp ókeypis. Þær fengu líka góðan samning um prent- un bókarinnar. „Það er endalaust áreiti í samfélaginu sem ungt og óharðnað fólk er viðkvæmara fyrir en það eldra. Stundum finnst okkur baráttan viö að standast all- ar kröfurnar vera vonlaus. Þessi þrýstingur hefur áhrif á okkur, hvort sem við viljum það eða ekki. Stundum er sagt að útlitið skipti ekki máli en það eru oft bara orðin tóm. Þegar upp er staöið fara flestir eftir útlitskröfunum sem samfélagið setur og dæma fólk eftir þeim. Þess vegna er mikilvægt að reyna bara að vera þú sjálf - og þá er gott að hafa Ijóðin til að styrkja sig í því," segja þær stöllur. j

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.