Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 35
Rapparinn og þáttarstjórnandinn Erpur Eyvindarson, einnig þekkt-
ur sem Johnny Intemational og Blazroca, hefur veriö áberandi í
fjölmiölum undanfariö. Hann hefur ásamt félögum sínum í rapp-
hljómsveitinni XXX Rottweiler hafið íslenskt rapp til vegs og virö-
ingar og óhemju vinsælda á íslandi síöustu árin. Sem Johnny
International hefur hann hneykslað margan íslendinginn í sam-
nefndum þáttum á Skjá einum. Erpur hefur oft verið gagnrýndur
fyrirfordóma og kvenfyrirlitningu í textum sínum og hlutverki sínu
í Johnny International. Veru fannst því kominn tími til að tala við
hann sjálfan og gefa honum tækifæri til að svara þessari gagnrýni.
Hvernig sérö þú feminisma?
Ég er alinn upp á mjög meövituöu
heimili og þegar ég hugsa um feminista
sé ég fyrir mér konur sem sameinast á
grundvelli kynferöis og berjast fyrir
réttindum sínum á eigin forsendum, í
stað þess aö treysta á aö karlarnir
bjargi bara málunum. Auövitað getur
jafnrétti ekki náðst án þess að til séu
karlar sem eru samþykkir þessari hug-
myndafræði. Ég væri eitthvað geðveik-
ur ef ég væri ekki samþykkur því að
konur hafi sama rétt og við. Auðvitað
styð ég takmark feminista þótt það
megi alveg deila um aðferðafræði. Mér
finnst sumir feministar festa sig í smá-
atriðum, orðalagi, klæðaburði o.s.frv.
„Maður" þýðir samkvæmt orðabók
manneskja, sem getur bæði verið karl-
maður og kvenmaður svo ég myndi
persónulega ekki eyða tíma í þessa
„þingkona/þingmaður" pælingu. Og
þaö aö hinar ýmsu kynhneigðir séu
stimplaðar niðrandi fyrir konur er vit-
leysa. Sadómasókiskt kynlíf er ekkert
meira niðrandi fyrir konur en
karlmenn. Það er alveg eins kallinn sem
fær epli upp í sig og gúrku í rassinn.
Svo nokkur dæmi séu nefnd.
Það er að sjálfsögðu fullt sem
stelpur hafa fram yfir stráka. Stelpur
eru farnar á trúnó út af minnstu
vandamálum og öllum finnst það bara
í lagi. Strákar hinsvegar eiga helst ekk-
ert að tala um sin vandamál enda eru
þeir mun líklegri til að bæla allt inni og
sleppa síðan spennunni út með ein-
hverjum slagsmálum eða álíka fyllerís-
rugli. Besta dæmið eru samt sjálfs-
morðin. Strákar fremja mun frekar
sjálfsmorð en stelpur og ég held að
þessi bæling karlmanna sé aðalástæð-
an.
Samfélag dagsins í dag gengur mik-
ið út á útlitsdýrkun. Sennilega beinist
það meira að konum enda eru þær
miklu líklegri til að gleypa við alls kon-
ar svona rugli. Ég meina, ég myndi
aldrei setja eitthvað sílikon í mig til að
líta út eins og ég væri með vöðva. „Vera
með vöðva!" Hvað er það? Auðvitað er
fullt af gaurum sem nenna að reyna að
lifa upp i eitthvað svona og formúlan
fyrir „sexí gaur" er auðvitaö til. „Karl-
mannlegasti karlmaðurinn", „Herra ís-
land" og eitthvað svona. Gaurarnir eru
með svo mikið af vöðvum að þeir geta
ekki gengið eðlilega, það er varla aö
þeir geti sagt nafnið sitt fyrir vöðvum.
Mér myndi finnast þessi útlitspæling
Strákar hinsvegar eiga helst ekk-
ert aö tala um sín vandamál enda
eru þeir mun líklegri til að bæla
allt inni og sleppa síðan spenn-
unni út með einhverjum slags-
málum eða álíka fyllerís-rugli.
alveg jafn misheppnuð hvort sem ég
væri strákur eða stelpa. Það er þess
vegna sem ég segi í einum textanna
minna: „ef ég væri kona þá væri ég
rauðsokka / því ég myndi aldrei nenna
að plokka píkuhár!"
Eru Johny (Inter) National og Erpur
einn og sami maöurinn?
Engan veginn. Þetta er eins og að
spyrja Ladda hvort hann og Elsa Lund
séu ekki ein og sama persónan. Allir
sem þekkja mig, og bara allir sem hafa
lagt einhverja stund á leiklist, sjá strax
að þetta er bara spuni, bara tilbúning-
ur sem á lítið sameiginlegt með mér.
Þetta form hentar mér mjög vel. Það
eru oft grínistar sem stunda skörpustu
þjóðfélagsádeilurnar eins og leikrit
Dario Fo sanna. Auðvitað er ég líka
bara að fíflast í þáttunum en það er oft
einhver alvarlegri undirtónn. Ég geng
stundum mjög langt og geri hluti sem
fólk ætti ekki að leika eftir. En J.Naz er
ekki kennsluþáttur í lífsmynstri eða
uppeldi. Foreldrar geta bara alið börnin
sín upp sjálf, ég hef aldrei boðist til
þess. Enda er þátturinn frekar seint á
kvöldin. Viðmælendur mínir eru stund-
um frekar slakir og ég fæ þá ekkert
endilega í viðtal til að upphefja þá. Það
er nú yfirleitt ekki þannig að neinum sé
greiði gerður að koma í viötal til min.
En ég geng mun harðar að sumum. Því
þröngsýnni skoðanir, því lengra geng
ég, eins og sést kannski best á því að
þeir sem hafa gengið móðgaðir út úr
miðjum viðtölum hjá mér eru Páll Ara-