Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 62

Vera - 01.02.2002, Blaðsíða 62
Tónlist Klakki - Lemon River Þetta er annar diskur hinnar íslensk-dönsku hljómsveitar Klakki sem inniheldur söng- konuna Nínu Björk Elíasson og gefur út hjá færeyska útgáfufyrirtækinu Tutl! Þessi al- deilis fjölbreytti diskur kom út árið 2001 en áriö 1999 höföu þeir gefiö út fyrsta disk Klakka: í kjól úr vatni. Eins og nafnið bend- ir til eru textar þar á íslensku, samdir og fluttir af Nínu Björk, en á nýju plötunni syngur hún eigin texta á ensku og fær víst hugmyndirnar úr fornum kínverskum Ijóð- um. Á disknum eru 15 lög, öll með sömu dularfullu stemningunni en aö öðru leyti afskaplega ólík. Ef til vill hefur það eitthvað með hina mystísku texta að gera að stemn- ingin sé svo ævintýraleg og dularfull en söngkonan beitir einnig röddinni á afar margvíslega vegu og það, ásamt mörgum mismunandi tilraunum, býr til fjölbreytn- ina. Að mínu mati er gaman að diskum sem hljóma ekki eins frá upphafi til enda en að vísu ganga hér ekki allar tilraunirnar upp. Hljómurinn er framúrskarandi og greinilega hefur mikiö verið tekið upp „live" þannig að stemningin næðist en lögin eru einfaldlega mjög misgóð. Þau góöu eru frábær og minna á dularfull seiðandi lög meö Nick Cave og félögum og sum eru mjög í anda tilrauna-djass-spuna, en á milli eru afskap- lega „venjuleg" lög, léttpopp, og blús, sem hefði mátt sleppa og gera diskinn þannig að heillegra verki. Nína hefur fína rödd en íslenski fram- burðurinn hennar á enskunni hljómar ekki vel. í sumum lögum er þetta meira áberandi en í öðrum og bendir það til þess að hún þurfi ekki aö syngja svona, heldur velji þaö. Þetta er náttúrulega allt bara smekksatriði en fyrir minn smekk er þetta oft lýti á ann- ars ágætum lögum. Hljóðfæraleikur er allur frábær, helst að klassískur gítarleikur sé stundum full-fyrirsjáanlegur, en orgel, strengir og bassi bæta það upp. í sumum lögum hljómar Nína Björk alveg eins og Diddú á Spilverk Þjóðanna tímanum, bara aðeins verri, og þykir mér það líka miður því það er greinilegt að hún á aðrar raddir til sem eru miklu sérstakari. Hún hefur e.t.v. ekki alveg fullmótað sinn söngstíl enn, eða er að sýna aðeins of mikið hvað hún getur gert margt, en það verður að taka fram að ég hef ekki heyrt hana syngja á íslensku enn og það hljómar kannski miklu betur. Áber- andi bestu lög disksins eru Moonlight Wedding, Since You've Gone, og Tiny Wom- an; þau eru öll róleg og mjög spennandi, þar er eitthvað afskaplega flott og frumlegt að gerast. Harmóníum-orgel, sem Nína Björk spilar á í síöastnefnda laginu, er það flottasta sem ég hef heyrt lengi, lengi, lengi, og það eitt gerir það þess virði að at- huga þennan disk. Annars verður spennandi að heyra hvernig framhaldið verður hjá þessari dansk-íslensku þjóðlaga-djass-til- rauna-spuna-blús-popp-hljómsveit. Stereolab - Sound-dust Stereolab á að baki 12 ára feril, var stofnuð af hinni frönsku Laetitiu Sadier og hinum breska Tim Gane. Hún hitti hann á tónleik- um með fyrrum hljómsveit hans í París og von bráöar var hún farin að syngja með honum, svo stofnuðu þau Stereolab árið 1990 og fyrsta stóra platan kom út 1992. Þau eru augljóslega hjarta sveitarinnar enda eru þau einnig par og rómantíkin skil- ar sér inn í tónlistina. Auk þeirra eru nú í sveitinni Mary Hansen, Andy Ramsay og Simon Johns, en eitthvaö hefur verið um mannabreytingar í gegn um árin. Þetta er svona „do-it-yourself" band, þau hafa ætíð verið sjálfstæð og haft með allt að gera sem lýtur að sveitinni, hvort heldur sem er hönnun umslaga eða skipu- lagning tónleikaferða, og því hafa þau alla tíð verið samkvæm sjálfum sér. Sound-dust er tíunda stóra plata hljómsveitarinnar en auk þess hafa komið út safnplötur, singlar og styttri plötur í tonnavis. Á nýju plötunni er mikið af skemmtilegum hljóðgervlum og orgelum, ásamt grípandi röddum eins og alltaf, en einnig eru flautur og ýmis horn áberandi og spurning hvort þar séu nýjar hugmyndir fyrir gömul hljóðfæri eða gaml- ar hugmyndir fyrir ný hljóðfæri? Allavega kveður aðeins við nýjan tón, og mér finnst gaman að heyra að enn er hægt að bjóða upp á eitthvað ferskt í heimi þar sem nær ómögulegt er að vera frumlegur. Sound- dust er pottþétt popp-plata með litlum sætum popplögum en þau taka stundum verulega óvæntar stefnur og skjótast út um viðan völl áður en þau ná aftur í skottið á sér og taka upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. Þessi plata er dálítið umdeild og fólk aö velta því fyrir sér hvort hún sé framför eða afturför á þeirra ferli þar sem þau eru búin að vera að senda frá sér tormeltari plötur upp á síðkastið. Hugsanlega eru þau bara afskaplega afslöppuð á þessari plötu, þau þurfa kannski ekkert að sanna sig leng- ur og geta því eytt orku sinni í að fullmóta útsetningar á lögum sínum alveg eins og þeim sýnist og búið til fallegar heildir. Samt er á plötunni viss naumhyggja, þau fara sparlega með hljóðfæri og allt hljómar mjög einfalt, allavega viö fyrstu hlustun. En ef dýpra er kafað og lagt við hlustir kemur ýmislegt nýtt í Ijós. Viö hverja hlustun skýt- ur eitthvað nýtt upp kollinum, falleg rödd- un, lítiö hljómborðsstef eða trumbusláttur opnar nýtt hólf í laginu sem gerir það að verkum að maður verður að endurskoða lagið algjörlega. Án þess að vera að ofhlaða eöa skreyta um of tekst þeim aö raða mörg- um lögum af tónum hverju ofan á annað svo úr verður svo vel skipulögð tónsúpa að manni finnst eins og eingöngu sé um tvö til þrjú hljóðfæri aö ræöa. Lag 4 á disknum, lagiö Baby Lulu, er eitt besta lagið: yndisleg útsetning, hljómborð, brass, hörpur, flautur í bakgrunni og frábær, barnsleg rödd Laetitiu punkturinn yfir i-ið. Það er bara ótrúlegt hvernig hægt er að taka hefð- bundin hljóöfæri og spila samtímis svo út kemur eitthvað alveg nýtt. Tilfinningin sem kemur upp í kollinn við að hlusta á þennan disk er að þau hljóti að hafa aðgang að hljóðfærum sem enginn annar þekkir, en nei! Þau kunna bara að búa til svona fínar uppskriftir að lögum. Laetitia hefur lika ein- stakt lag á að töfra mann með seiðandi lag- linum og áður en maður veit af er maður farinn að syngja hástöfum. Næstum Phillip Glass-nútímaklassisk áhrif i sumum lögum, með orgeldjömmum og hippalegum flautu- sólóum, en í bland við þetta ofurfalleg, heit og væmin popplög með angurværum und- irtón. Þessi plata er örugglega mjög erfið yfirferðar en afskaplega gefandi þegar hún er komin inn hjá manni og yljar upp kalda vetrardaga. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.